Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 22:25 Íslenska sendinefndin í Washington. Aðsend Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti WorldPride hátíðina í Bandaríkjunum sem fer fram um helgina. Gleðigangan fór fram í dag en hún var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. „Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands. Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
„Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands.
Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira