Beðasléttur í borginni: Óttast óafturkræfan skaða á Laugarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 19:21 Þuríður Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Laugarnesbænum og segir framkvæmdirnar hafa valdið miklum skaða. Vísir/Lýður Valberg Laugarnesvinir óttast að óafturkræfar skemmdir hafi verið unnar á fornminjum á Laugarnesi í framkvæmdum Veitna. Til stendur að leggja þar lagnastokk en að sögn Veitna er grafið á grunnu dýpi og minjar því ekki í hættu. Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“ Reykjavík Fornminjar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Laugarnesvinir, óformleg samtök fólks sem vill vernda Laugarnestangann í Reykjavík, segjast harma framkvæmdir á vegum Veitna á nesinu sem þeir segja að hafi valdið óbætanlegu tjóni á beðasléttum sem að mestu séu inni á friðlýstu svæði við gamla bæjarhólinn og kirkjugarðinn. Beðasléttur er heiti á túni sem gert var með sléttunaraðferð Guðmundar Ólafssonar búfræðings og alþingismanns á nítjándu öld. Í svörum frá Veitum til fréttastofu segir að samráð hafi verið haft við Minjastofnun vegna málsins og fornleifafræðingur til ráðgjafar, þannig að einungis verði grafið á um sextíu sentímetra dýpt til þess að fornminjar raskist ekki. Þuríður Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin á Laugarnesbænum segir hinsvegar að beðaslétturnar séu ómetanlegar. „Að það sé ekki verið að raska fornminjum af því að þetta sé svo grunnur skurður, að þá liggja beðaslétturnar ofan jarðar, þannig það er búið að stinga gröfunni lóðrétt ofan í beðaslétturnar. Og það stóð til að grafa skurðinn lengra hér yfir bæjarhólinn og að kirkjugarðinum sem hvort tveggja er friðlýst. Þuríður segir að sér þætti eðlilegt að Veitur myndu alfarið stöðva framkvæmdirnar en Laugarnesvinir munu hitta umhverfisráðherra á miðvikudag og afhenda honum á fjórða þúsund undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að friðlýsa allt Laugarnesið. „Þetta er ekkert nýtt, það er búið að stöðva framkvæmdir, það átti að leggja hér veg yfir túnið svona trukkaveg. Hér er saga á hverju strái. Það er svo ofboðslega mikilvægt að börnin okkar, barnabörnin, afkomendur fái að kynnast þessu dásamlega svæði og því að fá að leika sér og niðrí fjöru, þetta er eina óspjallaða fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur þannig það er eftir miklu að slægjast að fá verndun á svæðinu.“
Reykjavík Fornminjar Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira