Lárus Orri fann ekki til með markverði Skota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:31 Cieran Slicker horfir á boltann í markinu sínu en íslensku landsliðsmennirnir Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson fagna. Getty/Andrew Milligan Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann Skota 3-1 í vináttulandsleik á Hampden Park í gærkvöldi en markvörður Skota átti hræðilegan dag í sínum fyrsta landsleik. Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Cieran Slicker kom óvænt inn á sem varamaður í upphafi leiks eftir að aðalmarkvörðurinn Angus Gunn meiddist. Slicker átti hræðilegt kvöld og fékk líka algjöra útreið í skoskum fjölmiðlum eftir leikinn. Mark á sig eftir aðeins 64 sekúndur Slicker var aðeins búinn að vera inn á vellinum í 64 sekúndur þegar Andri Lucas Guðjohnsen kom íslenska liðinu. Markvörðurinn átti þá lélega sendingu frá marki og íslensku strákarnir refsuðu. Hann fékk síðan á sig klaufalegt sjálfsmark og þriðja markið var laglegur flugskalli hjá Guðlaugi Victori Pálssyni en boltinn fór samt í gegnum hendurnar á Slicker. Klippa: „Hann er ekki klár í þetta verkefni“ Kjartan Atli Kjartansson gerði upp leikinn með sérfræðingum sínum, Lárusi Orra Sigurðssyni og Alberti Brynjari Ingasyni, og frammistaða Slicker var auðvitað tekin fyrir. „Sterkur sigur hjá íslenska landsliðinu en það er eitt sem markar þennan leik og það er þessi markmannsskipting í upphafi leiks,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna má segja að leikurinn hafi snúist strax í byrjun leiks. Cieran Slicker kemur inn á völlinn en finnið þið til með honum,“ spurði Kjartan. „Þú ert bara þannig manneskja“ „Nei, alls ekki. Ég get ekki sagt það,“ sagði Lárus Orri strax. „Þú ert bara þannig manneskja,“ skaut Albert þá aðeins á hann í léttum tón. „Hann er ekki klár í þetta verkefni. Hann fær á sig mark þarna strax og hann kemur inn á sem hjálpar honum alls ekki,“ sagði Lárus. „Við skoðuðum ferilinn hjá honum hingað til og samkvæmt því þá er hann bara ekki tilbúinn. Þetta var bara of stórt fyrir hann,“ sagði Lárus. Fundu bara sex leiki Kjartan sagði að þeir hefðu fundið sex skráða meistaraflokksleiki hjá Slicker á ferlinum. Hann hefur verið í akademíunni hjá Manchester City en er nú varamarkvörður hjá Ipswich Town. „Það að hann sé að spila landsleik segir eitthvað um þessa markvarðarstöðu hjá Skotum,“ sagði Kjartan. „Maður sá það á allir líkamstjáningu hans að eftir að hann fær þetta mark á sig í byrjun þá náði hann sér aldrei á strik. Hann var bara í vandræðum,“ sagði Lárus. Það má horfa á umfjöllunina um skoska markvörðinn hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira