Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar. Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg. Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Gular viðvaranir í kortunum Veður Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Fleiri fréttir Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Sjá meira
Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg.
Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Gular viðvaranir í kortunum Veður Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Fleiri fréttir Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Sjá meira