Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 14:03 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sagði nefndina hafa unnið gott starf og ítrasta tillit hafi verið tekið til óska minnihlutans fyrir utan álit fjögurra framhaldsskólakrakka sem augljóslega hefðu verið handbendi minnihlutans. vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira