Robertson um Íslendinga: „Augljóslega ósáttir eins og við“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 14:47 Andy Robertson á æfingu skoska landsliðins. Hann segir Íslendinga augljóslega vonsvikna eftir tapið geng Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Samsett/Getty Liverpool-bakvörðurinn Andy Robertson, fyrirliði skoska landsliðsins, segir Skota verða að sýna íslenska liðinu virðingu í kvöld. Stefnan sé að sjálfsögðu á sigur fyrir framan tugþúsundir stuðningsmanna á Hampden Park. Robertson og félagar í skoska landsliðinu eru í 44. sæti heimslistans, þrjátíu sætum fyrir ofan Ísland. Skotar léku í A-deild Þjóðadeildar í fyrra en féllu úr henni eftir umspilsleiki við Grikkland í mars, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Vísir spurði Robertson út í andstæðinga kvöldsins en hann nefndi enga sérstaka leikmenn sem Skotar yrðu að varast: „Þeir skiptu auðvitað um þjálfara fyrir ekki svo löngu og voru slegnir út í umspilinu eins og við. Þeir eru augljóslega ósáttir eins og við. Þetta verður erfitt próf,“ sagði Robertson en viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Ísland er í leit að sínum fyrsta sigri undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, eftir vægast sagt slæma byrjun í leikjunum gegn Kósovó í mars. Robertson er hins vegar ekki með neitt vanmat fyrir kvöldið: „Við vitum að þetta er gott lið. Þeir vilja pressa, koma framar og koma boltanum inn í teiginn, og það reynir á okkur að vera upp á okkar besta. Fyrir framan okkar fólk viljum við auðvitað reyna að vinna leikinn og ná okkur á skrið. En það verður erfitt. Þeir munu gera okkur það erfitt. Ég er viss um að þeir munu vilja eins og við ná sér vel á strik en við ætlum að koma í veg fyrir það,“ sagði Robertson en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar er hins vegar ekkert rætt um viðkvæma stöðu Skotans hjá Liverpool því óskað var eftir því að hún yrði ekki rædd. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Robertson og félagar í skoska landsliðinu eru í 44. sæti heimslistans, þrjátíu sætum fyrir ofan Ísland. Skotar léku í A-deild Þjóðadeildar í fyrra en féllu úr henni eftir umspilsleiki við Grikkland í mars, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Vísir spurði Robertson út í andstæðinga kvöldsins en hann nefndi enga sérstaka leikmenn sem Skotar yrðu að varast: „Þeir skiptu auðvitað um þjálfara fyrir ekki svo löngu og voru slegnir út í umspilinu eins og við. Þeir eru augljóslega ósáttir eins og við. Þetta verður erfitt próf,“ sagði Robertson en viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Ísland er í leit að sínum fyrsta sigri undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, eftir vægast sagt slæma byrjun í leikjunum gegn Kósovó í mars. Robertson er hins vegar ekki með neitt vanmat fyrir kvöldið: „Við vitum að þetta er gott lið. Þeir vilja pressa, koma framar og koma boltanum inn í teiginn, og það reynir á okkur að vera upp á okkar besta. Fyrir framan okkar fólk viljum við auðvitað reyna að vinna leikinn og ná okkur á skrið. En það verður erfitt. Þeir munu gera okkur það erfitt. Ég er viss um að þeir munu vilja eins og við ná sér vel á strik en við ætlum að koma í veg fyrir það,“ sagði Robertson en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Þar er hins vegar ekkert rætt um viðkvæma stöðu Skotans hjá Liverpool því óskað var eftir því að hún yrði ekki rædd.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira