Launahækkunin mun fara í gegn en kerfið endurskoðað í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 12:07 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana en vill frekar ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu, frekar en að leita í tímabundna lausn rétt fyrir lok þings. Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir