Sara Björk sá vel um sínar og Ísland mætir Norður-Írlandi í umspili Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:27 Sara Björk dró Íslandi eins slakan andstæðing og hægt var að óska eftir. UEFA Ísland mun mæta Norður-Írlandi í umspili upp á sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands og erindreki UEFA, dró liðin upp úr pottinum og sá vel um sínar konur. Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Sara var að draga fyrir UEFA í fyrsta sinn og gerði vel fyrir Ísland, dró Norður-Írland fyrst og svo Ísland upp úr pottinum. Sem er jákvætt fyrir stelpurnar okkar, Norður-Írland er nefnilega í neðsta sæti á heimslistanum af mögulegum andstæðingum. Aðeins í 44. sæti en til samanburðar situr Ísland í 13. sæti. Alls átta lið voru í pottinum, fjögur sem enduðu í þriðja sæti í A-deildarriðli (Ísland, Austurríki, Belgía og Danmörk) og fjögur sem enduðu í öðru sæti í B-deildarriðli (Írland, Norður-Írland, Finnland og Tékkland). Ísland hefði því getað dregist gegn töluvert sterkari andstæðingum, Tékkland er í 30. sæti, Írland er í 26. sæti og Finnland í 25. sæti á heimslistanum. Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki Ísland mun spila tveggja leikja einvígi gegn Norður-Írlandi upp á sæti í A-deild þegar Þjóðadeildin hefst aftur í febrúar á næsta ári. Umspilsleikirnir verða spilaðir í október á þessu ári, fyrri leikurinn erlendis og seinni leikurinn á Laugardalsvelli. Algjört lykilatriði er fyrir Ísland að halda sæti sínu í A-deildinni, því fylgir aukið fjármagn, leikir gegn betri andstæðingum og leiðin á HM í Brasilíu verður mun greiðari. Ef Ísland heldur sæti sínu í A-deild sleppur liðið við að mæta öðrum liðum úr A-deildinni í umspili upp á HM-sæti. Áður en að umspilsleikjum Þjóðadeildarinnar kemur er Ísland á leiðinni á EM í Sviss. Stelpurnar okkar spila æfingaleik við Serbíu áður en mótið hefst 2. júlí. Ísland er í riðli með Noregi, Finnlandi og Sviss.
Umspilsleikir upp á sæti í A-deild: Norður-Írland - Ísland Finnland - Danmörk Írland - Belgía Tékkland - Austurríki
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01 Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13 Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Sjá meira
Myndaveisla frá nýja Laugardalsvellinum: Fyrsta landsliðið heiðrað, HúbbaBúbba upphitun og svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið spilaði fyrsta leikinn á nýju blönduðu grasi Laugardalsvallar í gær. Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti mörgum glæsilegum myndum af. 4. júní 2025 10:01
Einkunnir Íslands: Cecilía best en náum ekki að halda hreinu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Frökkum í lokaleik tímabilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta var jafnframt vígsluleikur nýs blendingsgrass á Laugardalsvelli. 3. júní 2025 20:13
Uppgjörið: Ísland - Frakkland 0-2 | Tíundi leikurinn í röð án sigurs Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeildinni á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. 3. júní 2025 17:15