Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2025 23:15 Ólafur Adolfsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Sigurjón Dæmi eru um að strandveiðisjómenn séu aftur komnir með kvóta í hendurnar sem þeir höfðu selt dýrum dómum til útgerða. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast að hlutirnir þróist þannig að strandveiðipotturinn stækki enn frekar. Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur. Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra þykir gríðarlega umdeilt og fyrsta umræða um það hefur tekið tvo daga. Eftir rúma átta tíma af umræðum um málið í gær var þingfundi slitið korteri fyrir eitt í nótt. Það sem stjórnarandstöðunni líkar hvað verst við frumvarpið er að farið sé gegn ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um fiskveiðiheimildir. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að umframaflinn muni skerða aflaheimildir næstu ára. Fjölmörg dæmi eru um strandveiðisjómenn sem áður áttu kvóta, en seldu hann síðan til útgerðanna á margar milljónir, að sögn Ólafs Adolfssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með þessu fyrirkomulagi sé verið að að afhenda söluaðilanum kvótann aftur endurgjaldslaust, á kostnað þess sem keypti hann. „Ég ætla að segja að það er væntanlega ekki ánægja hjá þeim sem hafa keypt kvótann af þessum aðilum, að mæta þeim síðan þar sem þeir eru að krefjast viðbótarkvóta. Og eru í rauninni að gera kröfu um að fá til baka það sem þeir voru að selja,“ segir Ólafur. Hann telur frumvarp atvinnuvegaráðherra gallað. „Hún hefur vísað til þess að þetta verði tekið úr 5,3 prósent pottinum. En enga síður hafa þau einnig boðað að það verði ekki skerðingar til dæmis á almenna byggðakvótanum, sértæka byggðakvótanum eða á rækju- og skelbátum. Þá spyr maður sig, hvaðan á þessi fiskur að koma?“ spyr Ólafur. Verði 48 daga kerfinu haldið áfram verði áhugi fólks á að taka þátt í strandveiðum meiri. „Það er öllum ljóst að það þýðir bara aukin veiði hjá þessum hópi. Það verður að sækja það einhvers staðar, það er þá væntanlega af heildarkvótanum,“ segir Ólafur.
Strandveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Hafið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent