„Spenntur að spila á móti svona stórum gæjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 21:47 Hákon Arnar Haraldsson mætti á blaðamannafund daginn fyrir leik, fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. Getty/ Alan Harvey Hákon Arnar Haraldsson kemur endurnærður til móts við íslenska landsliðið í fótbolta eftir frí á Krít og heimsókn heim á Akranes. Hann er spenntur fyrir leik á móti Skotum annað kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira
„Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira