Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2025 20:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem ætlar að vera dugleg að hreyfa sig á næstunni í tengslum við átakið, „Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið
Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira