Inter var búið að setja sig í samband við Fàbregas og eiga óformlegar viðræður við þjálfarann, yfirmaður hjá Inter flaug svo til Lundúna í gær í von um að hefja formlegar samningaviðræður en leyfi fékkst ekki fyrir því.
„Við höfum greint forseta Inter skýrt frá afstöðu okkar, hann samþykkti hana af kurteisi og virðingu eins og búast mátti við hjá tveimur félögum sem virða hvort annað.
Við lítum á orðrómana um þjálfara okkar sem ekkert annað uppspuna fjölmiðla og þykir mjög ólíklegt að eitthvað lið muni reyna að ræða við hann þegar okkar afstaða er skýr, sérstaklega klúbbur á við Inter“ sagði Mirwan Surwarso, forseti Como.

Enginn fararhugur í Fàbregas
„Allan tímann sem orðrómarnir hafa verið á sveimi, hefur þjálfari okkar aldrei beðið um eða gefið í skyn að hann vildi fara. Hann hefur heldur ekki nýtt áhuga annarra liða til að krefjast hærri launa. Hann hefur alla tíð sýnt fagmennsku í starfi og virðingu við félagið. Við erum stolt af því að hafa mann eins og hann í stjórastólnum“ sagði forsetinn Surwarso einnig.
Aðrir mögulegir arftakar Inzaghi
Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu.
Fàbregas var efstur á óskalista Inter sem arftaki hans en tveir aðrir koma nú til greina.
Annars vegar Christian Chivu, fyrrum leikmaður félagsins sem hefur áður starfað sem þjálfari hjá unglingaliðum Inter og bjargaði Parma frá falli úr ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Hins vegar Patrick Vieira, sem spilaði með Inter frá 2006-10 og stýrði Genoa á síðasta tímabili.