Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2025 11:39 Álvar Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Jóhann K. Jóhannsson Úrskurðarnefnd hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins á Reyðarfirði. Fyrirtækið mótmælti því að vera gert að vakta möguleg umhverfisáhrif starfsemi þess á Norðurá, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar. Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar.
Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira