Loka kaffiskúrnum umtalaða við Leifsstöð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 21:23 Hér má sjá kaffiskúr leigubílstjóra sem notaður hefur verið sem bænahús að undanförnu. Vísir/Já.is Keflavíkurflugvöllur hefur tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan er sögð bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn, sem áður var kaffiskúr leigubílstjóra, væri notaður sem bænahús múslima og lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Gerðu úttekt á húsnæðinu Isavia sendi tilkynningu til leigubílstjóra fyrr í dag, þar sem fram kemur að tekin hafi verið ákvörðun um að gera breytingar á fyrirkomulagi aðstöðu fyrir bílstjóra sem veita leigubílaþjónustu samkvæmt skilmálum á flugvellinum. Þar segir að í kjölfar umræðu um nýtingu á afrepinu hafi fyrirkomulag aðstöðunnar verið tekið til skoðunar. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu hafi verið úttekt á húsnæðinu sem hafi leitt í ljós að ástand þess væri bágborið. Því hafi verið tekin ákvörðun um að loka afdrepinu. „Rétt er að það komi skýrt fram í þessum pósti að ástæða lokunarinnar er bágborið ástand afdrepsins sem ræðst einvörðungu af viðhaldsskorti sem við sem eigandi aðstöðunnar berum ábyrgð á.“ Leigubílstjórar noti salernisaðstöðu í flugstöð líkt og aðrir þjónustuaðilar Aðstöðunni verði lokað þriðjudaginn næstkomandi, og þangað til geti bílstjórar farið og sótt persónulega muni sem þeir hafa geymt í skúrnum. Í tilkynningunni segir að framvegis verði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum gerðu. „Leigubílstjórar munu áfram hafa aðgang að mötuneyti í flugstöðinni sem er opið öllu starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Þar er hægt að kaupa veitingar.“ Starfsmenn vallarins á vöktum við leigubílasvæðið Í tilkynningunni er einnig vakin athygli á því að Isavia hafi borist ábendingar frá gestum flugvallarins um leigubílaþjónustu til og frá vellinum, sem hafi meðal annars snúið að ógagnsærri verðlagningu á leigubílaþjónustu. Þess vegna sé hafin vinna við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. „Starfsfólk á vegum KEF er nú á vöktum á leigubílasvæðinu á háannatíma til að aðstoða gesti flugvallarins við að nýta sér þjónustu leigubíla og veita þeim upplýsingar um réttindi sín.“ „Þá er einnig hafin vinna við að finna leiðir til að auka gagnsæi í verðlagningu leigubílaþjónustu gagnvart gestum. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þessum verkefnum vindur fram.“ Skúrinn hafi aldrei átt að verða varanlegt afdrep Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að skúrinn hafi aldrei átt að verða varanlegt afdrep leigubílstjóra. Leigubílstjórar séu auk þess einu þjónustuaðilarnir við Leifsstöð sem hafi haft sérstakt afdrep. „Allir aðrir nýta sér salernisaðstöðuna í flugstöðinni.“ „Þessi skúr, sem er í rauninni geymsluskúr, það var boðið upp á hann sem afdrep ef þeir skyldu nota það. Síðan var ekki hugað að viðhaldi eftir þetta, og þegar umræðan fór af stað var farið í að skoða ástandið. Út frá þeirri skoðun var niðurstaðan sú að við ætlum að loka honum,“ segir Guðjón. Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Arnar Isavia Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. 20. maí 2025 17:13 Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn, sem áður var kaffiskúr leigubílstjóra, væri notaður sem bænahús múslima og lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Gerðu úttekt á húsnæðinu Isavia sendi tilkynningu til leigubílstjóra fyrr í dag, þar sem fram kemur að tekin hafi verið ákvörðun um að gera breytingar á fyrirkomulagi aðstöðu fyrir bílstjóra sem veita leigubílaþjónustu samkvæmt skilmálum á flugvellinum. Þar segir að í kjölfar umræðu um nýtingu á afrepinu hafi fyrirkomulag aðstöðunnar verið tekið til skoðunar. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu hafi verið úttekt á húsnæðinu sem hafi leitt í ljós að ástand þess væri bágborið. Því hafi verið tekin ákvörðun um að loka afdrepinu. „Rétt er að það komi skýrt fram í þessum pósti að ástæða lokunarinnar er bágborið ástand afdrepsins sem ræðst einvörðungu af viðhaldsskorti sem við sem eigandi aðstöðunnar berum ábyrgð á.“ Leigubílstjórar noti salernisaðstöðu í flugstöð líkt og aðrir þjónustuaðilar Aðstöðunni verði lokað þriðjudaginn næstkomandi, og þangað til geti bílstjórar farið og sótt persónulega muni sem þeir hafa geymt í skúrnum. Í tilkynningunni segir að framvegis verði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum gerðu. „Leigubílstjórar munu áfram hafa aðgang að mötuneyti í flugstöðinni sem er opið öllu starfsfólki á flugvallarsvæðinu. Þar er hægt að kaupa veitingar.“ Starfsmenn vallarins á vöktum við leigubílasvæðið Í tilkynningunni er einnig vakin athygli á því að Isavia hafi borist ábendingar frá gestum flugvallarins um leigubílaþjónustu til og frá vellinum, sem hafi meðal annars snúið að ógagnsærri verðlagningu á leigubílaþjónustu. Þess vegna sé hafin vinna við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. „Starfsfólk á vegum KEF er nú á vöktum á leigubílasvæðinu á háannatíma til að aðstoða gesti flugvallarins við að nýta sér þjónustu leigubíla og veita þeim upplýsingar um réttindi sín.“ „Þá er einnig hafin vinna við að finna leiðir til að auka gagnsæi í verðlagningu leigubílaþjónustu gagnvart gestum. Nánari upplýsingar verða veittar þegar þessum verkefnum vindur fram.“ Skúrinn hafi aldrei átt að verða varanlegt afdrep Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að skúrinn hafi aldrei átt að verða varanlegt afdrep leigubílstjóra. Leigubílstjórar séu auk þess einu þjónustuaðilarnir við Leifsstöð sem hafi haft sérstakt afdrep. „Allir aðrir nýta sér salernisaðstöðuna í flugstöðinni.“ „Þessi skúr, sem er í rauninni geymsluskúr, það var boðið upp á hann sem afdrep ef þeir skyldu nota það. Síðan var ekki hugað að viðhaldi eftir þetta, og þegar umræðan fór af stað var farið í að skoða ástandið. Út frá þeirri skoðun var niðurstaðan sú að við ætlum að loka honum,“ segir Guðjón. Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia.Vísir/Arnar
Isavia Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. 20. maí 2025 17:13 Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. 20. maí 2025 17:13
Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. 30. apríl 2025 09:44
Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. 29. apríl 2025 23:16