Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 23:16 Nafnarnir hjá Hopp Leigubílum og Frama eru misvissir um gagnsemi stöðvaskyldu vegna öryggi farþega leigubíla. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02
Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59