Telja rúmensk glæpagengi smygla matarsendlum inn í Ósló Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 17:24 Rúmenum og rúmenskum bílum flæðir inn í Noreg og lögreglu grunar að glæpahópar stundi mansal í Ósló og ráði fórnarlömbin sem matarsendla, m.a. hjá Wolt. Mynd úr safni. Mika Baumeister Lögrelan í Ósló óttast að rúmensk glæpagengi séu búin að leggja undir sig matarsendlamarkaðinn í borginni. Rúmenum sem koma til Noregs hefur snarfjölgað og lögreglan óttast að mögulega sé um mansal að ræða. Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira