Telja rúmensk glæpagengi smygla matarsendlum inn í Ósló Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 17:24 Rúmenum og rúmenskum bílum flæðir inn í Noreg og lögreglu grunar að glæpahópar stundi mansal í Ósló og ráði fórnarlömbin sem matarsendla, m.a. hjá Wolt. Mynd úr safni. Mika Baumeister Lögrelan í Ósló óttast að rúmensk glæpagengi séu búin að leggja undir sig matarsendlamarkaðinn í borginni. Rúmenum sem koma til Noregs hefur snarfjölgað og lögreglan óttast að mögulega sé um mansal að ræða. Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Norska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum að glæpagengi reyni ítrekað að ráða rúmenska matarsendla til sín í vinnu. Glæpahóparnir safni gjarnan persónuupplýsingum og setji upp reikninga í nafni sendla ýmist hjá Wolt eða Foodora. Sendlarnir fari síðan í hefðbundna sendiferðir en höfuðpaurarnir fái geitt megni teknanna. Lögreglan segir að svokallaðir „reddarar“ ráði til sín fólk gegnum samfélagsmiðla og taki á móti því þegar þeir koma til Noregs. „Þá fá þeir hjálp við að skaffa sér d-númeri [bráðabirgðakennitölu], heimilisfangi, bifreið eða notendaaðgang til að vinna á,“ útskýrir Lasse Johnsen hjá lögreglunni í Ósló, í samtali við NRK. Norski ríkismiðillin segist hafa fundið fjölda rúmenskra Facebook-hópa þar sem fólk kaupir, selur eða leigir út sendlareikninga hjá Wolt eða Foodora. Yfirleitt hafa höfuðpaurar yfirsjón með fjárstreymi og halda öllum laun eða hluta af launum sendlanna fyrir sig, að sögn lögreglu. „Hér eru þetta oft viðkvæmir hópar sem koma til landsins og eru misnotaðir,“ segir Johnsen lögreglumaður, sem staðfestir enn fremur að lögreglan líti á þetta sem skipulagða glæpastarfsemi. Samkvæmt könnun NRK voru 280 af nýjum reikningum hjá sendlafyrirtækjum árið 2024 sem höfðu rúmenska eigendur. Margir sendlar eru einnig skráðir á sama heimilisfang. Á einu heimilisfangi í Ósló eru 40 sendlar skráðir. Sum „venjuleg“ heimilisföng eru ekki einu sinni heimili, að sögn miðilsins. Til dæmis séu fjöldi þeirra skráð heimilisfang félagsheimilis Kirkjunnar við Tøyen í Ósló. Norska ríkisútvarpið ræddi einnig við „Alexandru“, sem vann sem sendill í Ósló í fyrra og lýsir löngum vöktum og lágum launum. Eftir að hafa unnið nær alla daga í tvo mánuði hafi hann fengið samtals um þúsund evrur greiddar, eða 146 þúsund íslenskar krónur. „Það var ein mannekja í Rúmeníu sem stýrði öllu og önnur í Ósló sem var „bækistöð“ hans,“ hefur NRK eftir „Alexandru“.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira