Tíu leikir í röð án sigurs: Stelpunum okkar ekki gengið svona illa síðan um aldamótin Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 13:33 Sveindís Jane og Karólína Lea voru hvorugar fæddar þegar Íslandi gekk síðast svona illa. vísir / anton brink Ísland tapaði gegn Frakklandi í gær og hefur nú farið tíu leiki í röð án sigurs, sem hefur ekki gerst síðan um aldamótin. Í síðustu tíu leikjum hefur Ísland tapað fimm og gert fimm jafntefli. Sigurlausa hrinan hófst í Bandaríkjunum í október 2024, landsliðið hefur ekki unnið leik í tæpt ár, síðan í júlí á síðasta ári. Ísland fór í gegnum heila Þjóðadeildarkeppni á þessu ári án sigurs, safnaði fjórum stigum með jafnteflum gegn Noregi og Sviss en tapaði leikjunum tveimur gegn Frakklandi. Síðustu ellefu leikir Íslands: 16.07.2024 / Pólland - Ísland 0-1 (Síðasti sigur) 24.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 27.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 29.11.2024 / Ísland - Kanada 0-0 02.12.2024 / Ísland - Danmörk 0-2 21.02.2025 / Sviss - Ísland 0-0 25.02.2025 / Frakkland - Ísland 3-2 04.04.2025 / Ísland - Noregur 1-1 08.04.2025 / Ísland - Sviss 3-3 30.05.2025 / Noregur - Ísland 1-1 03.06.2025 / Ísland - Frakkland 0-2 Íslandi hefur tvisvar áður farið tíu landsleiki eða meira í röð án sigurs. Frá 28. júní 1996 til 30. ágúst 1997 tapaði liðið níu leikjum og gerði eitt jafntefli. Lengsta sigurlausa hrinan varð svo frá 8. maí 1998 til 21. september árið 2000, þegar liðið fór fimmtán leiki án sigurs með fimm jafnteflum og tíu töpum. Frá aldamótum hefur Ísland aldrei spilað meira en sex leiki í röð án sigurs. Ísland átti slæmt ár árið 2004 og tapaði öllum leikjum, sex í röð, en sigur skilaði sér svo í næsta leik árið 2005. Sex leikja sigurlaus hrina tók svo aftur við árið 2017 þegar Ísland tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í vináttuleikjum fyrir EM, þar sem liðið tapaði öllum þremur leikjunum. Betur gekk í sigurlausu leikjunum sex árið 2018 en þá náði Ísland fjórum jafnteflum. Síðan 2018 hafði Ísland aldrei spilað meira en þrjá leiki í röð án sigurs, fyrr en tíu leikja sigurlausa hrinan hófst í október 2024. Ísland fær tækifæri til að rétta úr gengi sínu í æfingaleik gegn Serbíu, áður en liðið hefur leik á Evrópumótinu í Sviss í byrjun júlí. Þar verður Ísland í riðli með Frakklandi, Finnlandi og Sviss. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Í síðustu tíu leikjum hefur Ísland tapað fimm og gert fimm jafntefli. Sigurlausa hrinan hófst í Bandaríkjunum í október 2024, landsliðið hefur ekki unnið leik í tæpt ár, síðan í júlí á síðasta ári. Ísland fór í gegnum heila Þjóðadeildarkeppni á þessu ári án sigurs, safnaði fjórum stigum með jafnteflum gegn Noregi og Sviss en tapaði leikjunum tveimur gegn Frakklandi. Síðustu ellefu leikir Íslands: 16.07.2024 / Pólland - Ísland 0-1 (Síðasti sigur) 24.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 27.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 29.11.2024 / Ísland - Kanada 0-0 02.12.2024 / Ísland - Danmörk 0-2 21.02.2025 / Sviss - Ísland 0-0 25.02.2025 / Frakkland - Ísland 3-2 04.04.2025 / Ísland - Noregur 1-1 08.04.2025 / Ísland - Sviss 3-3 30.05.2025 / Noregur - Ísland 1-1 03.06.2025 / Ísland - Frakkland 0-2 Íslandi hefur tvisvar áður farið tíu landsleiki eða meira í röð án sigurs. Frá 28. júní 1996 til 30. ágúst 1997 tapaði liðið níu leikjum og gerði eitt jafntefli. Lengsta sigurlausa hrinan varð svo frá 8. maí 1998 til 21. september árið 2000, þegar liðið fór fimmtán leiki án sigurs með fimm jafnteflum og tíu töpum. Frá aldamótum hefur Ísland aldrei spilað meira en sex leiki í röð án sigurs. Ísland átti slæmt ár árið 2004 og tapaði öllum leikjum, sex í röð, en sigur skilaði sér svo í næsta leik árið 2005. Sex leikja sigurlaus hrina tók svo aftur við árið 2017 þegar Ísland tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í vináttuleikjum fyrir EM, þar sem liðið tapaði öllum þremur leikjunum. Betur gekk í sigurlausu leikjunum sex árið 2018 en þá náði Ísland fjórum jafnteflum. Síðan 2018 hafði Ísland aldrei spilað meira en þrjá leiki í röð án sigurs, fyrr en tíu leikja sigurlausa hrinan hófst í október 2024. Ísland fær tækifæri til að rétta úr gengi sínu í æfingaleik gegn Serbíu, áður en liðið hefur leik á Evrópumótinu í Sviss í byrjun júlí. Þar verður Ísland í riðli með Frakklandi, Finnlandi og Sviss.
Síðustu ellefu leikir Íslands: 16.07.2024 / Pólland - Ísland 0-1 (Síðasti sigur) 24.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 27.10.2024 / Bandaríkin - Ísland 3-1 29.11.2024 / Ísland - Kanada 0-0 02.12.2024 / Ísland - Danmörk 0-2 21.02.2025 / Sviss - Ísland 0-0 25.02.2025 / Frakkland - Ísland 3-2 04.04.2025 / Ísland - Noregur 1-1 08.04.2025 / Ísland - Sviss 3-3 30.05.2025 / Noregur - Ísland 1-1 03.06.2025 / Ísland - Frakkland 0-2
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira