„Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 21:14 Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik síðan 2020 í kvöld. Vísir/Anton Brink Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik í um fimm ár er Ísland mátti þola 0-2 tap gegn Frökkum í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira