Þungir dómar fyrir að smygla fleiri lítrum af kókaíni Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 16:47 Fólkið skildi töskurnar með efnunum í eftir í töskusal Leifsstöðvar. Vísir/Sigurjón Karl og kona hafa hlotið 4,5 ára fangelsisdóma fyrir að flytja inn samtals 8,4 lítra af kókaínbasa með flugi frá Mílanó á Ítalíu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. maí og birtur í dag, segir að fólkið, Pedro Garcia Mateos og Wdirka Esther Lantigua Castillo, hafi falið efnin í tveimur farangurstöskum sem þau hefðu haft meðferðis í fluginu. Þau hefðu skilið töskurnar eftir í töskusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en komið skömmu síðar aftur og ætlað að fá þær afhentar. Þess í stað voru þau handtekin af lögreglu. Neyslustyrkur kókaíns ekki rannsakaður sérstaklega Í dóminum segir að styrkleiki kókaínbasans hafi verið á bilinu 44 til 45 prósent og að hann hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi. Í málinu hafi matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræðum verið aflað hvað styrkleika efnanna varðar. Óskað hafi verið eftir útreikningi á því hversu mikið magn kókaíns í neyslustyrkleika megi vinna úr basanum. „Neyslustyrkleiki kókaíns hér á landi hefur ekki verið rannsakaður sérstaklega. Vitað er að neyslustyrkleiki fíkniefna getur verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í útreikningunum hér á eftir verður gengið út frá tölum um neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku, en hann var að meðaltali 76% á landsvísu árið 2023. Í þessu samhengi er rétt að benda á að mikill breytileiki hefur verið í neyslustyrkleika kókaíns í Danmörku frá aldamótum. Hæstur var hann 76% árið 2023 og lægstur 16% árið 2007,“ segir í matsgerðinni. Niðurstaða matsgerðanna hafi verið sú að 8,4 lítrarnir af kókaínbasa hefðu dugað til að framleiða alls 5,4 kíló af kókaíni með 76 prósenta styrkleika. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ, síðan í janúar árið 2023, kostar gramm af kókaíni 16,5 þúsund krónur á göturnar komið. Það gerir götuvirði efnanna um 89 milljónir króna. Játuðu skýlaust Pedro og Wdirka hafi bæði játað brot sín skýlaust, bæði að því er varðar þau efni sem hvort um sig flutti inn sem og það atriði að hafa staðið að innflutningnum í félagi. Hvorugu þeirra hafi verið gerð refsing hér á landi áður en tvær ástæður til refsiþyngingar eða -mildunar hafa verið afmáðar í dóminum. Með hliðsjón af öllu því sem rakið er í dómnum ákveðist refsing hvors um sig fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá sæti þau upptöku á kókaínbasanum sem og áttatíu þúsund króna sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Loks greiði þau allan sakarkostnað, alls 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira