Varð undir bílhræi ofan í járntætara og fær 150 milljónir Árni Sæberg skrifar 3. júní 2025 11:50 Samstarfsmaður mannsins henti bílhræi ofan í járntætara, á meðan maðurinn var við vinnu ofan í tætaranum. Myndin er úr safni. Getty/tfoxtoto Litáískur karlmaður á þrítugsaldri bar sigur úr býtum í rimmu við Sjóvá vegna uppgjörs bóta fyrir dómi. Hann fær tæplega 150 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir við störf í málmendurvinnslu. Hann glímir við hundrað prósenta varanlega örorku eftir slysið. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 21. maí síðastliðinn og birti í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi aðallega krafist þess að Sjóvá greiddi honum 147 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Menntaður mannauðsstjóri en fékk ekki vinnu við hæfi Í dóminum er málsatvikum lýst svo að maðurinn hefði útskrifast úr menntaskóla, með áherslu á viðskiptastjórnun, og mannauðsstjórnun í háskóla í heimalandinu. Skömmu eftir að hann útskrifaðist hafi hann leitað sér að vinnu sem hæfði þeirri menntun sem hann hafði aflað sér. Hann hafi verið tekinn í atvinnuviðtöl en ekki orðið fyrir valinu. Á meðan hann leitaði sér vinnu við hæfi hafi hann unnið í vöruhúsi. Vorið 2019 hafi hann komið hingað til lands og fengið, í gegnum starfsmannaleigu, starf við sorpendurvinnslu. Þar hafi hann starfað í tvær vikur en eftir það aflað sér sjálfur vinnu hjá ónefndri málmendurvinnslu, þar sem allmargir samlandar hans hefðu starfað í mörg ár. Varð undir bílhræi ofan í járntætara Þar hefði hann starfað í fjóra mánuði þegar hann þurfti að fara niður í stóran járntætara þar sem renna liggur niður að valsi sem tætir málma í sundur. Hann hafi verið neðst í rennunni þar sem valsinn þjappar málmstykkjum saman áður en tætarinn tekur við að herða bolta á hlífðarplötum valsins, sem hafi ekki verið í gangi. „Á meðan stefnandi var að herða boltana henti stjórnandi krana við hlið tætarans bílhræi í rennuna sem rann á stefnanda þannig að hann klemmdist undir hræinu. Hann hlaut afar alvarlegan mænuskaða (C5–C6). Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með nær allar daglegar athafnir og fær þrálátar sýkingar í þvagfæri, blöðru og nýru.“ Fékk upphaflega innan við fimmtíu milljónir Bæklunarlæknir og lögmaður hafi metið afleiðingar slyssins fyrir manninn. Niðurstöður þeirra hafi verið að maðurinn væri með 90 stiga varanlegan miska og 100 prósenta varanlega örorku. Á grundvelli þessa mats hafi maðurinn gert kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu málmendurvinnslunnar hjá Sjóvá og krafist bóta miðað við annað árslaunaviðmið en því sem fékkst hefði verið miðað við tekjur hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys, líkt og venjan er. Sú kröfugerð hafi byggt á heimild skaðabótalaga til að miða árstekjur við sérstakar aðstæður. Rúmu ári eftir slysið hafi Sjóvá greitt manninum tæplega 48 milljónir króna úr ábyrgðartryggingunni. Sú upphæð hafi miðað við lágmarksárslaun skaðabótalaga. Fær bætur miðað við starf sem hann vann í fjóra mánuði Í dóminum segir að niðurstaða dómsins hafi verið að aðstæður sem varða atvinnu og atvinnuþátttöku mannsins séu óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Að mati dómsins liggi ekki annað fyrir en að þau laun sem hann hafði hjá málmendurvinnslunni þá fjóra mánuði sem hann vann þar gefi réttasta mynd af þeim launum sem hann hefði haft til frambúðar, hefði hann ekki slasast. Í málsástæðum sínum byggði maðurinn á því að reiknuð árslaun hans hjá málmendurvinnslunni hefðu alls numið tæplega ellefu milljónum króna. Lágmarkslaun sem Sjóvá byggði á hafi aftur á móti aðeins numið 3,5 milljónum. Þá segir að fallast megi á kröfu mannsins um annan kostnað, meðal annars lyfjakostnað, að álitum. Sjóvá greiði manninum því 146,7 milljónir króna, með vöxtum frá slysdegi og dráttarvöxtum frá september 2021. Þá greiði Sjóvá allan gjafsóknarkostnað mannsins, 2,5 milljónir króna, í ríkissjóð. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu þann 21. maí síðastliðinn og birti í dag. Í dóminum segir að maðurinn hafi aðallega krafist þess að Sjóvá greiddi honum 147 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Menntaður mannauðsstjóri en fékk ekki vinnu við hæfi Í dóminum er málsatvikum lýst svo að maðurinn hefði útskrifast úr menntaskóla, með áherslu á viðskiptastjórnun, og mannauðsstjórnun í háskóla í heimalandinu. Skömmu eftir að hann útskrifaðist hafi hann leitað sér að vinnu sem hæfði þeirri menntun sem hann hafði aflað sér. Hann hafi verið tekinn í atvinnuviðtöl en ekki orðið fyrir valinu. Á meðan hann leitaði sér vinnu við hæfi hafi hann unnið í vöruhúsi. Vorið 2019 hafi hann komið hingað til lands og fengið, í gegnum starfsmannaleigu, starf við sorpendurvinnslu. Þar hafi hann starfað í tvær vikur en eftir það aflað sér sjálfur vinnu hjá ónefndri málmendurvinnslu, þar sem allmargir samlandar hans hefðu starfað í mörg ár. Varð undir bílhræi ofan í járntætara Þar hefði hann starfað í fjóra mánuði þegar hann þurfti að fara niður í stóran járntætara þar sem renna liggur niður að valsi sem tætir málma í sundur. Hann hafi verið neðst í rennunni þar sem valsinn þjappar málmstykkjum saman áður en tætarinn tekur við að herða bolta á hlífðarplötum valsins, sem hafi ekki verið í gangi. „Á meðan stefnandi var að herða boltana henti stjórnandi krana við hlið tætarans bílhræi í rennuna sem rann á stefnanda þannig að hann klemmdist undir hræinu. Hann hlaut afar alvarlegan mænuskaða (C5–C6). Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með nær allar daglegar athafnir og fær þrálátar sýkingar í þvagfæri, blöðru og nýru.“ Fékk upphaflega innan við fimmtíu milljónir Bæklunarlæknir og lögmaður hafi metið afleiðingar slyssins fyrir manninn. Niðurstöður þeirra hafi verið að maðurinn væri með 90 stiga varanlegan miska og 100 prósenta varanlega örorku. Á grundvelli þessa mats hafi maðurinn gert kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu málmendurvinnslunnar hjá Sjóvá og krafist bóta miðað við annað árslaunaviðmið en því sem fékkst hefði verið miðað við tekjur hans síðastliðin þrjú ár fyrir slys, líkt og venjan er. Sú kröfugerð hafi byggt á heimild skaðabótalaga til að miða árstekjur við sérstakar aðstæður. Rúmu ári eftir slysið hafi Sjóvá greitt manninum tæplega 48 milljónir króna úr ábyrgðartryggingunni. Sú upphæð hafi miðað við lágmarksárslaun skaðabótalaga. Fær bætur miðað við starf sem hann vann í fjóra mánuði Í dóminum segir að niðurstaða dómsins hafi verið að aðstæður sem varða atvinnu og atvinnuþátttöku mannsins séu óvenjulegar í skilningi skaðabótalaga. Að mati dómsins liggi ekki annað fyrir en að þau laun sem hann hafði hjá málmendurvinnslunni þá fjóra mánuði sem hann vann þar gefi réttasta mynd af þeim launum sem hann hefði haft til frambúðar, hefði hann ekki slasast. Í málsástæðum sínum byggði maðurinn á því að reiknuð árslaun hans hjá málmendurvinnslunni hefðu alls numið tæplega ellefu milljónum króna. Lágmarkslaun sem Sjóvá byggði á hafi aftur á móti aðeins numið 3,5 milljónum. Þá segir að fallast megi á kröfu mannsins um annan kostnað, meðal annars lyfjakostnað, að álitum. Sjóvá greiði manninum því 146,7 milljónir króna, með vöxtum frá slysdegi og dráttarvöxtum frá september 2021. Þá greiði Sjóvá allan gjafsóknarkostnað mannsins, 2,5 milljónir króna, í ríkissjóð.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira