Væbaramanía og múgæsingur er nýtt átak var kynnt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 20:31 Hljómsveitin Væb héldu tónleika fyrir nemendur grunnskóla Hafnarfjarðar á Thorsplaninu. Vísir/Anton Brink Hálfgerður múgæsingur myndaðist á Thorsplani þegar að foreldraráð Hafnarfjarðarbæjar með hjálp VÆB-bræðra kynntu nýtt framtak sem boðar símalaust sumar fyrir grunnskólanemendur. Krakkar í banastuði sögðu það ekki koma til greina að vera í símanum. Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir. Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Óhætt er að segja að ef þak hefði verið á Thorsplani hefði það rifnað af þegar að VÆB-bræður kynntu átakið, Horfumst í augu, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ í dag enda undirtektirnar gífurlegar. Já hálfgerður múgæsingur á svæðinu og jafnvel hægt að tala um Væbaramaníu sem fyrirsvarsmenn átaksins tóku fagnandi. „Þetta er út frá víðtæku verkefni þar sem við erum að hvetja til þess að hafa símafrí í grunnskólum hérna í bænum með það að markmiðið að ýta undir betri líðan, samskipti og námsumhverfi barnanna,“ sagði Kristín Ólöf Grétarsdóttir, meðlimur í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar sem stendur á bak við framtakið. Hvernig sýndist þér til dæmis krakkarnir taka í þetta á þessum viðburði? „Þeim fannst brjálæðislega gaman. Þau voru alveg vel peppuð og þegar að Væb- strákarnir voru að segja: Ætlum við ekki að leggja frá okkur símana í sumar? Þá sögðu allir bara: JÁ! Svo það ætlar enginn í Hafnarfirði að vera í símanum í sumar,“ sagði Stella Björg Kristinsdóttir, forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. En hvað segja krakkarnir um að sleppa símanum? Sjá má þeirra skoðun á þessu öllu saman í spilaranum hér fyrir neðan. Ýmsir sögðust ætla láta símann eiga sig á meðan aðrir tvíefldust og sögðu símann koma með hvert sem er. „Krakkar, það er sumar, við eigum að vera úti og hafa gaman. Verkefnið heitir Horfumst í augu. Við ætlum að horfast í augu, það er eye contact. Í staðinn fyrir að vera heima að skrolla. Inni í herbergi að skrolla. Maður græðir ekkert á því,“ sögðu VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir.
Hafnarfjörður Símanotkun barna Börn og uppeldi Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira