Vilja ný og öruggari bílastæði á samningslausu landi gróðrarstöðvar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2025 19:05 Frá 2016 hefur enginn samningur verið í gildi um borgarland við Stjörnugróf 18, þar sem gróðrarstöðin Mörk er til húsa. Gróðrarstöðin hefur staðið frá árinu 1967. Vísir Stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings krefst þess að borgin afhendi félaginu svæði við Stjörnugróf svo hægt sé að hefja viðræður um uppbyggingu félagsins á svæðinu. Gróðrarstöðin Mörk hefur staðið samningslaus á svæðinu í níu ár. Framkvæmdastjóri Víkings segir ný og öruggari bílastæði fyrsta mál á dagskrá verði svæðið afhent félaginu. Málið dregur sig aftur til ársins 2008 þegar borgarráð samþykkti fyrirheit um stækkun athafnasvæðis Víkings við Stjörnugróf eftir að leigusamningur við gróðrarstöðina Mörk rynni út árið 2016. Í leið var skipulagsráði Reykjavíkurborgar falið að láta kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar. Stjórn Víkings sendi borgarstjórn bréf þann 21. maí þar sem skorað var á borgina að efna umrædd fyrirheit. Í bréfinu segir að Víkingur hafi gefið borgarstjórn mikinn sveigjanleika með sín fyrirheit og sýnt biðlund langt umfram það sem er ásættanlegt. Í bréfinu eru annars vegar gerðar kröfur um að Reykjavíkurborg gangi tafarlaust til samninga við Víking um stækkun á athafnasvæði félagsins við Stjörnugróf 18. Þá er þess krafist að borgin gefi Víkingi skýr og afdráttarlaus svör um feril samningaviðræðna við félagið eigi síðar en 30. maí. Vinna starfshóps skilaði engu Fyrr í dag sendi stjórnin ítrekun á bréfinu þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með skort á skýrum svörum frá borgarstjórninni. Þá eru kröfur félagsins til borgarstjórnar auknar. „Óhjákvæmilegt er, á grundvelli skýrra fyrirheita af hálfu Reykjavíkurborgar sem rakin eru í fyrra bréfi frá 21. maí sl., að gera þá kröfu, að Knattspyrnufélaginu Víkingi verði afhent svæði að Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík til afnota og umráða eigi síðar en 31. ágúst 2025. Mun félagið, frá og með 1. september 2025, taka yfir allar skuldbindingar vegna þeirrar starfsemi sem á sér stað á Stjörnugróf 18,“ segir meðal annars í bréfinu. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Í samtali við fréttastofu segir hann að frá 2016 hafi alls konar starfshópar verið settir af stað og fjöldi funda verið haldnir, án nokkurrar framvindu. „Þannig að félagið sá engan annan kost í stöðunni en að knýja fram afhendingu á svæðinu. Á grundvelli skýrra fyrirheita sem, að mati félagsins, fela í sér loforð,“ segir Haukur í samtali við fréttastofu. Hann segir starfshóp skipaðan fulltrúum bæði Reykjavíkurborgar og Víkings verið skipaðan 2018. Hópurinn hafi skilað af sér nokkrum tillögum um framtíð svæðisins en síðan þá hafi ekkert gerst. „Reynt hefur verið að vekja athygli á málinu mjög reglulega og alls konar hugmyndum fleygt fram en ekkert gerst.“ Ný bílastæði fyrsta mál á dagskrá Haukur áréttir að félagið geri sér grein fyrir að gróðrarstöðin verði ekki færð á einum stað til annars sisvona. „Við erum ekki að hóta því beinlínis að henda gróðrarstöðinni af svæðinu. Við gerum okkur grein fyrir því að það tekur sinn tíma fyrir það fyrirtæki að flytja sig af svæðinu. Enda mikið af plöntum, háum trjám og öðru sem þarf að færa í áföngum en við viljum bara fá svæðið afhent.“ Samhliða afhendingu á svæðinu gerir Víkingur kröfu um að borgin geri samning við félagið um uppbyggingu. Hann segir margar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp en ekki komin endanleg útfærsla. Til að mynda séu hugmyndir um að leggja bílastæði á hluta svæðisins, bílastæðin við Víkingsheimilið séu ekki nægilega örugg. „Það er að okkar mati mikil öryggishætta á bílastæðinu okkar þar sem það er í dag. Vegna þess að það er svo mikil gangandi og hjólandi umferð í gegnum Traðarlandið. Þannig að það væri það fyrsta sem við myndum vilja gera, að færa bílastæðið á fyrsta hluta svæðisins.“ Þá séu hugmyndir um knatthús eða tengibyggingu við stúkubyggingu, sem myndi nýtast hjóla- og hlaupadeild félagsins. Þó sé ekkert fast í hendi. Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur og eigandi gróðrarstöðvarinnar Markar baðst undan viðtali um málið þegar eftir því var óskað. Víkingur Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Bílastæði Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Málið dregur sig aftur til ársins 2008 þegar borgarráð samþykkti fyrirheit um stækkun athafnasvæðis Víkings við Stjörnugróf eftir að leigusamningur við gróðrarstöðina Mörk rynni út árið 2016. Í leið var skipulagsráði Reykjavíkurborgar falið að láta kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar. Stjórn Víkings sendi borgarstjórn bréf þann 21. maí þar sem skorað var á borgina að efna umrædd fyrirheit. Í bréfinu segir að Víkingur hafi gefið borgarstjórn mikinn sveigjanleika með sín fyrirheit og sýnt biðlund langt umfram það sem er ásættanlegt. Í bréfinu eru annars vegar gerðar kröfur um að Reykjavíkurborg gangi tafarlaust til samninga við Víking um stækkun á athafnasvæði félagsins við Stjörnugróf 18. Þá er þess krafist að borgin gefi Víkingi skýr og afdráttarlaus svör um feril samningaviðræðna við félagið eigi síðar en 30. maí. Vinna starfshóps skilaði engu Fyrr í dag sendi stjórnin ítrekun á bréfinu þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum með skort á skýrum svörum frá borgarstjórninni. Þá eru kröfur félagsins til borgarstjórnar auknar. „Óhjákvæmilegt er, á grundvelli skýrra fyrirheita af hálfu Reykjavíkurborgar sem rakin eru í fyrra bréfi frá 21. maí sl., að gera þá kröfu, að Knattspyrnufélaginu Víkingi verði afhent svæði að Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík til afnota og umráða eigi síðar en 31. ágúst 2025. Mun félagið, frá og með 1. september 2025, taka yfir allar skuldbindingar vegna þeirrar starfsemi sem á sér stað á Stjörnugróf 18,“ segir meðal annars í bréfinu. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Haukur Hinriksson er framkvæmdastjóri Víkings. Í samtali við fréttastofu segir hann að frá 2016 hafi alls konar starfshópar verið settir af stað og fjöldi funda verið haldnir, án nokkurrar framvindu. „Þannig að félagið sá engan annan kost í stöðunni en að knýja fram afhendingu á svæðinu. Á grundvelli skýrra fyrirheita sem, að mati félagsins, fela í sér loforð,“ segir Haukur í samtali við fréttastofu. Hann segir starfshóp skipaðan fulltrúum bæði Reykjavíkurborgar og Víkings verið skipaðan 2018. Hópurinn hafi skilað af sér nokkrum tillögum um framtíð svæðisins en síðan þá hafi ekkert gerst. „Reynt hefur verið að vekja athygli á málinu mjög reglulega og alls konar hugmyndum fleygt fram en ekkert gerst.“ Ný bílastæði fyrsta mál á dagskrá Haukur áréttir að félagið geri sér grein fyrir að gróðrarstöðin verði ekki færð á einum stað til annars sisvona. „Við erum ekki að hóta því beinlínis að henda gróðrarstöðinni af svæðinu. Við gerum okkur grein fyrir því að það tekur sinn tíma fyrir það fyrirtæki að flytja sig af svæðinu. Enda mikið af plöntum, háum trjám og öðru sem þarf að færa í áföngum en við viljum bara fá svæðið afhent.“ Samhliða afhendingu á svæðinu gerir Víkingur kröfu um að borgin geri samning við félagið um uppbyggingu. Hann segir margar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp en ekki komin endanleg útfærsla. Til að mynda séu hugmyndir um að leggja bílastæði á hluta svæðisins, bílastæðin við Víkingsheimilið séu ekki nægilega örugg. „Það er að okkar mati mikil öryggishætta á bílastæðinu okkar þar sem það er í dag. Vegna þess að það er svo mikil gangandi og hjólandi umferð í gegnum Traðarlandið. Þannig að það væri það fyrsta sem við myndum vilja gera, að færa bílastæðið á fyrsta hluta svæðisins.“ Þá séu hugmyndir um knatthús eða tengibyggingu við stúkubyggingu, sem myndi nýtast hjóla- og hlaupadeild félagsins. Þó sé ekkert fast í hendi. Guðmundur Vernharðsson garðyrkjufræðingur og eigandi gróðrarstöðvarinnar Markar baðst undan viðtali um málið þegar eftir því var óskað.
Víkingur Reykjavík Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Stjórnsýsla Bílastæði Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira