Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 13:26 Sjálfboðaliðar planta fenjaviði á Balí í Indónesíu. Framkvæmdastjórn ESB íhugar að leyfa aðildarríkjum sambandsins að styðja slík verkefni með kaupum á kolefniseiningum í stað þess að draga úr eigin losun til þess að ná loftslagsmarkmiði sínu fyrir árið 2040. Vísir/EPA Sérstakt vísindaráð Evrópusambandsins í loftslagsmálum gagnrýnir harðlega áform sambandsins um að leyfa aðildarríkjunum að nota alþjóðlegar kolefniseiningar upp í eigin skuldbindingar. Þær megi ekki koma í staðinn fyrir samdrátt í losun aðildarríkjanna sjálfra. Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira