Slæmt að fá hret á varptíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. júní 2025 12:28 Spáð er vonskuveðri um allt land en kuldi sem fylgir því gæti reynst ungum sem nýskriðnir eru úr eggjum erfiður. Vísir/Anton Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“ Veður Fuglar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“
Veður Fuglar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira