Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2025 13:46 Hér má sjá þau svæði þar sem gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun og hinn. Veðurstofa Íslands Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. „Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti. Veður Landbúnaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
„Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti.
Veður Landbúnaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira