Skjöl staðfesta að Tice var í haldi Assad-liða Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 12:49 Debra Tice, heldur á mynd af syni sínum, Austin Tice. Hann hvarf í Sýrlandi 2012 og nú hefur verið staðfest að hann var í haldi Assad-liða. Getty/Bekir Kasim Áður óséð skjöl hafa loksins staðfest að bandaríski blaðamaðurinn Austin Tice var handsamaður af stjórnvöldum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Hann hvarf nærri Damascus, höfuðborg landsins, í ágúst 2012 en Assad-liðar höfnuðu því ítrekað að hafa hann í haldi. Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum. Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Um sjö vikum eftir að Tice hvarf birtist hann á myndbandi þar sem hann var með bundið fyrir augun og umkringdur vopnaður mönnum. Virtist sem honum hafði verið rænt af vígamönnum en sérfræðingar drógu það fljótt í efa og töldu mögulegt að myndbandið hefði verið sviðsett. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust sannfærðir um að Tice væri í haldi ríkisstjórnar Assad en því var harðlega neitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á hvarfi Tice eða farið fram á einhverskonar lausnargjald. Blaðamenn BBC hafa með aðstoð Sýrlendinga staðið í rannsókn á hvarfi Tice. Við þá rannsókn fundust skjöl frá leyniþjónustu Assads sem merkt voru Tice og sýna fram á að honum var haldið í Damascus árið 2012. Skjölin og heimildarmenn BBC benda til þess að Tice hafi verið handsamaður í Darayya, nærri Damascus, af vígahópnum NDF en liðsmenn hans voru hliðhollir Assad. Bandaríkjamanninum var haldið af liðsmönnum NDF en þar mun Tice hafa veikst töluvert. Hann var allavega tvisvar sinnum yfirheyrður af starfsmönnum leyniþjónustu Assads. Einn liðsmaður NDF sagði leiðtoga vígahópsins hafa áttað sig á verðmæti Tice og að ríkisstjórn Assads gæti notað hann í viðræðum við Bandaríkjamenn. Tugir þúsunda hafa horfið Þegar ríkisstjórn Assads féll skyndilega í desember sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að hann teldi Tice á lífi. Var það eftir að móðir hans sagðist hafa heyrt í áreiðanlegum heimildarmanni að sonur hennar væri lifandi. Þegar fangelsi Assads voru tæmd fannst þó hvorki tangur né tetur af Tice. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar hann er niðurkominn. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið milljón dala fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist. Talið er að tugir þúsunda manna hafa hreinlega horfið úr fangelsum Assads í Sýrlandi á undanförnum árum.
Sýrland Bandaríkin Tengdar fréttir Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31