Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 09:24 Hlín Eiríksdóttir hefur ekki áhyggjur af sigurleysi landsliðsins í síðustu leikjum. vísir / lýður Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira