„Gott veganesti inn í kærkomið frí“ Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júní 2025 21:27 Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var kampakátur að leik loknum. Mynd: ÍBV Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við spilamennsku liðs síns þegar það bar sigurorð af Skagamönnum með þremur mörkum gegn engu í leik liðanna í 10. umferð Bestu-deildar karla í fótbotla á Akranesi í kvöld. „Við spiluðum virkilega vel í þessum leik og náðum stjórn á spilinu fljótlega í leiknum og höfðum yfirhöndina lengstum í þessum leik. Við skoruðum þrjú góð mörk og fyrir utan mörk tvö sem Sverrir Páll skoraði skilaði hann góðu kvöldverki. Hélt boltanum vel fyrir okkur og skilaði boltanum vel frá sér,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV. „Það er svo mjög sterkt fyrir okkur að fá Alex Frey og Vicente aftur inn á miðsvæðið og boltinn gekk vel í gegnum þá í þessum leik. Alex Freyr skorar svo gott mark eftir góðan undirbúnig frá Vicente. Það var góður bragur á Eyjaliðinu í kvöld eins og hefur verið bara heilt yfir í sumar,“ sagði Þorlákur enn fremur. „Við erum að fikra okkur upp töfluna og markmiðið er að vera í efri hlutanum þegar hefðbundinni deildarkeppni lýkur og komast í keppni sex efstu liðanna. Við erum ekkert að fara fram úr okkur með þá stefnu og tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði hann. „Nú tekur við kærkomið frí eftir mikla törn þar sem við höfum lent í töluvert af meiðslum. Bæði langtíma meiðslum og hefðbundnum meiðslum þar sem leikmenn hafa verið að missa einn til tvo leiki út. Nú fáum við tíma til þess að hlaða batterýin og ég er sjálfur á leið í frí með konunni minni. Það verður gott að fá smá hvíld frá atinu í fótboltanum,“ sagði Þorlákur um framhaldið. Besta deild karla ÍBV Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
„Við spiluðum virkilega vel í þessum leik og náðum stjórn á spilinu fljótlega í leiknum og höfðum yfirhöndina lengstum í þessum leik. Við skoruðum þrjú góð mörk og fyrir utan mörk tvö sem Sverrir Páll skoraði skilaði hann góðu kvöldverki. Hélt boltanum vel fyrir okkur og skilaði boltanum vel frá sér,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV. „Það er svo mjög sterkt fyrir okkur að fá Alex Frey og Vicente aftur inn á miðsvæðið og boltinn gekk vel í gegnum þá í þessum leik. Alex Freyr skorar svo gott mark eftir góðan undirbúnig frá Vicente. Það var góður bragur á Eyjaliðinu í kvöld eins og hefur verið bara heilt yfir í sumar,“ sagði Þorlákur enn fremur. „Við erum að fikra okkur upp töfluna og markmiðið er að vera í efri hlutanum þegar hefðbundinni deildarkeppni lýkur og komast í keppni sex efstu liðanna. Við erum ekkert að fara fram úr okkur með þá stefnu og tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði hann. „Nú tekur við kærkomið frí eftir mikla törn þar sem við höfum lent í töluvert af meiðslum. Bæði langtíma meiðslum og hefðbundnum meiðslum þar sem leikmenn hafa verið að missa einn til tvo leiki út. Nú fáum við tíma til þess að hlaða batterýin og ég er sjálfur á leið í frí með konunni minni. Það verður gott að fá smá hvíld frá atinu í fótboltanum,“ sagði Þorlákur um framhaldið.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira