„Beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 20:47 Jakob Örn Heiðarsson var á tónleikum FM95BLÖ í gærkvöld. Vísir/Viktor Freyr Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu. Svona var umhorfs í anddyrinu í Laugardalshöll þegar tónleikarnir „Fermingarveisla aldarinnar“ á vegum útvarpsþáttarins FM95BLÖ og Nordic Live Events voru rétt rúmlega hálfnaðir. Þá var klukkan rétt tæplega tíu en tónleikarnir hófust klukkan fimm og kláruðust klukkan eitt. @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Tilkynnt var að gert yrði stutt hlé á dagskránni og ætluðu sér margir að nýta tækifærið og stökkva fram til að fara á klósettið, fá sér ferskt loft eða kaupa drykki. En þegar þúsundir manna reyndu að streyma úr salnum á sama tíma myndaðist þessi örtröð. „Maður stóð þarna þar sem varningssalan var og sá þetta gerast. Maður beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast og öllu yrði aflýst,“ segir Jakob Örn Heiðarsson, einn gesta tónleikanna í gær. Jakob, og fleiri gestir sem fréttastofa hefur rætt við í dag, hafa þó sammælst um að tónleikarnir sjálfir hafi verið með þeim bestu sem þeir hafa farið á. Troðningurinn skemmdi þó upplifun margra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, margir vegna troðningsins. Þá leið yfir nokkra í salnum vegna hás hitastigs og samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni var óvenju mikið að gera í alla nótt. „Þú varst með rosalega margt fólk þarna, þetta voru átta klukkutímar. Við ætluðum á barinn og fá okkur að borða, en það var hálftíma til klukkutíma röð eftir því. Það var ekki heldur nein stýring þar,“ segir Jakob. Jakob hefur sjálfur mikla reynslu af því að halda viðburði, og telur margt hafa mátt fara betur við skipulagninguna. Til að mynda hafi ekki verið leitað á fólki við innganginn eða skoðuð skilríki. Þá var hurð í salnum opnuð svo hægt væri að lofta út. „Þá ertu búinn að opna allt svæðið og hver sem er getur komið inn. Þá er ekkert skipulag varðandi vopnahald, fíkniefnanotkun eða neitt,“ segir Jakob. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Reykjavík Sjúkraflutningar Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Svona var umhorfs í anddyrinu í Laugardalshöll þegar tónleikarnir „Fermingarveisla aldarinnar“ á vegum útvarpsþáttarins FM95BLÖ og Nordic Live Events voru rétt rúmlega hálfnaðir. Þá var klukkan rétt tæplega tíu en tónleikarnir hófust klukkan fimm og kláruðust klukkan eitt. @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Tilkynnt var að gert yrði stutt hlé á dagskránni og ætluðu sér margir að nýta tækifærið og stökkva fram til að fara á klósettið, fá sér ferskt loft eða kaupa drykki. En þegar þúsundir manna reyndu að streyma úr salnum á sama tíma myndaðist þessi örtröð. „Maður stóð þarna þar sem varningssalan var og sá þetta gerast. Maður beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast og öllu yrði aflýst,“ segir Jakob Örn Heiðarsson, einn gesta tónleikanna í gær. Jakob, og fleiri gestir sem fréttastofa hefur rætt við í dag, hafa þó sammælst um að tónleikarnir sjálfir hafi verið með þeim bestu sem þeir hafa farið á. Troðningurinn skemmdi þó upplifun margra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, margir vegna troðningsins. Þá leið yfir nokkra í salnum vegna hás hitastigs og samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni var óvenju mikið að gera í alla nótt. „Þú varst með rosalega margt fólk þarna, þetta voru átta klukkutímar. Við ætluðum á barinn og fá okkur að borða, en það var hálftíma til klukkutíma röð eftir því. Það var ekki heldur nein stýring þar,“ segir Jakob. Jakob hefur sjálfur mikla reynslu af því að halda viðburði, og telur margt hafa mátt fara betur við skipulagninguna. Til að mynda hafi ekki verið leitað á fólki við innganginn eða skoðuð skilríki. Þá var hurð í salnum opnuð svo hægt væri að lofta út. „Þá ertu búinn að opna allt svæðið og hver sem er getur komið inn. Þá er ekkert skipulag varðandi vopnahald, fíkniefnanotkun eða neitt,“ segir Jakob.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Reykjavík Sjúkraflutningar Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18