Afar mjótt á munum hjá forsetaframbjóðendum í Póllandi Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 08:29 Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, t.v., og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, t.h., takast á í kosningunum á morgun. Vísir/EPA Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45
Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10