Ancelotti: Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2025 22:16 Carlo Ancelotti sést hér ásamt forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Samir Xaud. Getty/Buda Mendes Carlo Ancelotti er tekinn við sem þjálfari brasilíska landsliðsins og hann vill að liðið spili eins og Real Madrid. Þó ekki eins og Real spilað í vetur heldur eins og Real spilaði á tímabilinu 2023-24. Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti. Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Ítalski þjálfarinn hætti sem þjálfari Real Madrid á dögunum og tók í framhaldinu við brasilíska landsliðinu. Real Madrid vann ekki titil í vetur og sá erkifjendurna í Barcelona vinna tvöfalt. Ancelotti horfir til tímabilsins 2023-24 þegar Real vann bæði Meistaradeildina og spænsku deildina. „Brasilíska landsliðið mitt mun spila eins og Real Madrid. Ekki eins og Real Madrid á þessu tímabili heldur eins og Real Madrid á síðasta tímabili,“ sagði Carlo Ancelotti í viðtali við Marca. ESPN segir frá. „Það er það sem ég vil sjá frá liðinu,“ sagði Ancelotti. Real Madrid datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á móti Arsenal, tapaði fyrir Barcelona í spænska bikarúrslitaleiknum og endaði í öðru sæti í spænsku deildinni. „Úrslitin urðu ekki eins og við bjuggumst við. Liðið var heldur ekki að spila vel. Það var samt von á einhverju slíku,“ sagði Ancelotti. Nú fær hann það krefjandi verkefni að koma brasilíska landsliðinu aftur á toppinn. Brassar urðu síðast heimsmeistarar árið 2002 og liðið hefur ekki verið sannfærandi síðustu mánuði. Markmið Ancelotti er að skila Brasilíu sjötta heimsmeistaratitlinum. „Þetta er besta fótboltalandslið í heimi. Það er ekki bara mín skoðun því þeir eru með fimm stjörnur á landsliðsbúningnum,“ sagði Ancelotti en hver stjarna stendur fyrir heimsmeistaratitil sem unnust 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002. „Ekkert annað landslið hefur náð því. Nú fæ ég það krefjandi verkefni að ná þeim sjötta í hús. Ég tek við þeirri áskorun en við þurfum alla Brasilíu á bak við okkur. Brasilíumenn þurfa að standa að baki landsliði sínu. Leikmennirnir þurfa að finna fyrir þessum stuðningi, þeir þurfa líka að vera auðmjúkir og standa saman. Án slíkrar hógværðar þá er lítið hægt að gera,“ sagði Ancelotti. „Heimsmeistaratitill er allt annar titil en allir þeir sem þú getur unnið með félagsliði. Þetta snýst um að vera með alla þjóðina á bak við þig og það hefur alltaf höfðað mikið til mín. Ég er mættur til að gera Brasilíumenn aftur að meisturum. Ég tek þeirri áskorun og er sannfærður um að við náum því,“ sagði Ancelotti.
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira