Halda framkvæmdastjóra Félagsbústaða þrátt fyrir alvarlegt vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 16:17 Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki frá því fyrir viku að umdeildur framkvæmdastjóri héldi áfram störfum. Mikil ólga hefur verið innan veggja stofnunarinnar og allt starfsfólk utan þriggja stjórnendu lýstu yfir vantrausti á framkvæmdastjórann í vetur. Vísir Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að Sigrún Árnadóttir verði áfram framkvæmdastjóri stofnunarinnar þrátt fyrir vantraust starfsfólks á henni. Sigrúnu verði jafnframt falið að leiða umbótastarf. Stéttarfélagið Sameyki hefur óskað eftir fundi með borginni vegna ástandsins hjá Félagsbústöðum. Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Allt starfsfólk Félagsbústaða fyrir utan þrjá stjórnendur skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur Sigrúnu eftir að hún rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í febrúar. Stjórn Félagsbústaða fékk í kjölfarið mannauðsfyrirtæki til þess að gera almennt áhættumat á vinnustaðnum og komust ráðgjafar þess að þeirri niðurstöðu að vantraust starfsfólks til framkvæmdastjórnar væri alvarlegt. Ellý Þorsteinsdóttir, formaður stjórnar Félagsbústaða, greindi starfsfólki stofnunarinnar frá því á fundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara á föstudag að stjórnin hefði ákveðið að Sigrún yrði áfram framkvæmdastjóri. Sigrúnu yrði jafnframt falið að leiða umbætur á skrifstofunni. Henni til fulltingis yrði ráðinn mannauðsfulltrúi til tveggja ára samkvæmt heimildum Vísis. Fundargerð stjórnar af fundinum þar sem þetta var ákveðið hefur enn ekki verið birt. Þegar blaðamaður náði tali af Ellý formanni í hádeginu í dag sagðist hún ekki hafa tíma til að ræða um málið. Ekki náðist í hana aftur við vinnslu þessarar fréttar. Félagsbústaðir eru sjálfseignastofnun sem er að öllu leyti í eigu Reykjavíkurborgar. Hún heldur utan um þúsundir félagslegra íbúða sem félagsþjónusta borgarinnar úthlutar og sýslar þannig með margmilljarða króna eignir. Hafa áhyggjur af mannauðsmálum og velferð starfsfólks Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, sat kynningarfundinn fyrir viku að ósk starfsfólks Félagsbústaða. Hann segir félagið hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem er eigandi félagsbústaða. „Við höfum óskað eftir fundi af því að við höfum mjög miklar áhyggjur af mannauðsmálum hjá Félagsbústöðum. Við höfum áhyggjur af velferð starfsfólks félagsbústaða,“ segir Kári við Vísi. Sigrún var ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir að forveri hennar sagði af sér vegna hundruð milljóna króna framúrkeyrslu við framkvæmdir í Breiðholti árið 2019. Hún var áður bæjarstjóri Sandgerðis í tíð meirihluta Samfylkingarinnar og óháðra. Áður var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mannauðsmál Tengdar fréttir Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. 13. mars 2025 13:14
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent