„Verkefnið bara heltekur okkur“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 16:02 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“ Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þrír fullorðnir karlmenn voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og náði einn þeirra að brjóta sér leið út og láta viðbragðsaðila vita af tveimur sem voru þar inni. Þeir eru nú látnir. Fjöldi nágranna var á vettvangi og hafa einhverjir lýst háværri sprengingu í tengslum við brunann. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áfallahjálp mikilvæga í verkefnum sem þessum. Teymi frá Rauða krossinum sé vanalega boðað á vettvang til aðstoðar fyrir sjónarvotta, það hefði mátt fara betur í gær. „Nú verð ég að viðurkenna að atburðarrásin var þannig að verkefnið bara heltekur okkur og ég er ekki með nægilega góða yfirsýn yfir atburðina. Það var mikið annað sem þurfti að sinna en ég held að við hefðum mátt gera betur í þessum þætti og höfum ekki boðað Rauða krossinn. Það er allavega þannig sem þetta slær mig núna,“ segir Jón Viðar. Hann bendir fólki á að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717. Áfallahjálp sé ekki síður mikilvæg fyrir viðbragðsaðila sem munu fara yfir útkallið á svokölluðum viðrunarfundi. Þar sé farið yfir ýmsar tilfinningar sem sprottið upp. „Þú kemur inn á fundinn og ert kannski að velta fyrir hvort þú hafir staðið þig nægilega vel, gleymdist að sinna þessum, gleymdist þetta, er eitthvað sem við getum gert betur. Slíkur fundur er hjá okkur í dag fyrir þá sem voru á vettvangi,“ segir Jón Viðar og bendir á að félagslegur stuðningur sé mikilvægur í aðstæðum sem þessum. Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglu og einnig til skoðunar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Jón Viðar segir útkallið hafa verið flókið þrátt fyrir að eldsvoðinn hafi verið afmarkaður. „Þetta var mikill bruni og verkefni af þessum toga eru alltaf eitthvað sem sest aðeins á fólk.“ Veistu af hverju bruninn var svo mikill? „Nei, það er það sem við vonumst til að fá einhverjar vísbendingar um. Af hverju það var svona mikill bruni.“
Slökkvilið Eldsvoði á Hjarðarhaga Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent