Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2025 10:21 Með því að fjölga ferðum og auka tiðni standa vonir til þess að notendum muni fjölga. Vísir/Vilhelm Auka á þjónustu Strætó í haust á ákveðnum leiðum. Ákveðnar leiðir munu ganga lengra fram á kvöld og tíðni ákveðinna leiða verður aukinn á annatíma og á milli annatíma. Þjónustuaukningunni er ætla að venja fólk við aukinni tíðni áður en nýtt leiðanet tekur gildi með tilkomu Borgarlínunnar árið 2031. Þjónustuaukningin var kynnt fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Þar kom fram að taka eigi til baka skerðingar sem voru kynntar á meðan heimsfaraldri Covid stóð. Ákveðnar leiðir munu þannig ganga lengur fram á kvöld, ákveðnar leiðir ganga tíðar á annatíma og fleiri leiðir fara oftar milli annatíma. Breytingin á samkvæmt kynningunni að taka gildi þann 17. Ágúst. Þá munu sex leiðir byrja að aka á tíu mínútna fresti á annatíma. Það eru leiðir 1, 3, 5, 6, 8 og 12. Þá verður á sama tíma tíðni aukin úr fimmtán mínútum í tíu mínútum á fjórum leiðum innan Reykjavíkur, það eru leiðir 3, 5, 6 og 12. Auk þess sem tíðni verður aukin úr 30 mín í 15 milli annatíma á leiðum 3, 5 og 12 Auk þess verður tíðni aukin úr 30 mín í 15 mín á tveimur leiðum innan Reykjavíkur, leiðum 21 sem fer frá Háholti í Hafnarfirði í Mjódd í Reykjavík og leið 24 sem fer frá Spöng til Garðabæjar. Tíðni verður einnig aukin úr 30 mín í 15 mín á milli annatíma á leið 15 sem fer frá Mosfellsbæ í Vesturbæ. Fjórtán leiðum ekið lengur á kvöldin Lengri akstur á kvöldin á 14 leiðum. Það eru leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 12, 15, 18, 19, 21 og 24. Í kynningunni kemur fram að markmiðið með þjónustuaukningunni sé að fleiri farþegar noti almenningssamgöngur. Að aðgengi íbúa að almenningssamgöngum verði bætt með góðri tíðni og að Strætó færist í átt að Nýju leiðaneti sem fylgi innleiðingu Borgarlínu. Þannig fái fólk tækifæri til að venjast aukinni tíðni áður en Nýtt leiðanet tekur gildi árið 2031 þegar framkvæmdum á fyrstu lotu Borgarlínunnar lýkur. Nýtt leiðanet er partur af Samgöngusáttmálanum og átti að vera innleitt í byrjun árs samkvæmt kynningunni en var frestað. Fáir með strætó á tíu mínútna fresti nálægt heimilinu Fram kemur í kynningunni að rúmlega 98 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu búi í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð almenningssamgangna en einungis 18 prósent í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð leiðar með tíu mínútna tíðni á annatíma. Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Borgarstjórn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Þjónustuaukningin var kynnt fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær. Þar kom fram að taka eigi til baka skerðingar sem voru kynntar á meðan heimsfaraldri Covid stóð. Ákveðnar leiðir munu þannig ganga lengur fram á kvöld, ákveðnar leiðir ganga tíðar á annatíma og fleiri leiðir fara oftar milli annatíma. Breytingin á samkvæmt kynningunni að taka gildi þann 17. Ágúst. Þá munu sex leiðir byrja að aka á tíu mínútna fresti á annatíma. Það eru leiðir 1, 3, 5, 6, 8 og 12. Þá verður á sama tíma tíðni aukin úr fimmtán mínútum í tíu mínútum á fjórum leiðum innan Reykjavíkur, það eru leiðir 3, 5, 6 og 12. Auk þess sem tíðni verður aukin úr 30 mín í 15 milli annatíma á leiðum 3, 5 og 12 Auk þess verður tíðni aukin úr 30 mín í 15 mín á tveimur leiðum innan Reykjavíkur, leiðum 21 sem fer frá Háholti í Hafnarfirði í Mjódd í Reykjavík og leið 24 sem fer frá Spöng til Garðabæjar. Tíðni verður einnig aukin úr 30 mín í 15 mín á milli annatíma á leið 15 sem fer frá Mosfellsbæ í Vesturbæ. Fjórtán leiðum ekið lengur á kvöldin Lengri akstur á kvöldin á 14 leiðum. Það eru leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 11, 12, 15, 18, 19, 21 og 24. Í kynningunni kemur fram að markmiðið með þjónustuaukningunni sé að fleiri farþegar noti almenningssamgöngur. Að aðgengi íbúa að almenningssamgöngum verði bætt með góðri tíðni og að Strætó færist í átt að Nýju leiðaneti sem fylgi innleiðingu Borgarlínu. Þannig fái fólk tækifæri til að venjast aukinni tíðni áður en Nýtt leiðanet tekur gildi árið 2031 þegar framkvæmdum á fyrstu lotu Borgarlínunnar lýkur. Nýtt leiðanet er partur af Samgöngusáttmálanum og átti að vera innleitt í byrjun árs samkvæmt kynningunni en var frestað. Fáir með strætó á tíu mínútna fresti nálægt heimilinu Fram kemur í kynningunni að rúmlega 98 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu búi í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð almenningssamgangna en einungis 18 prósent í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð leiðar með tíu mínútna tíðni á annatíma.
Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Seltjarnarnes Hafnarfjörður Borgarstjórn Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira