Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2025 09:01 Bruno Fernandes gengur framhjá Evrópudeildarbikarnum. getty/Ian MacNicol Bruno Fernandes segir að hann muni yfirgefa Manchester United ef félagið vill græða pening á því að selja hann. United tapaði 1-0 fyrir Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao í gær. Tímabilið hefur verið hörmung hjá Rauðu djöflunum sem eru í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er fjárhagsstaða félagsins slæm en því hefði ekki veitt af þeim fjárhagslega ávinningi sem hefði fylgt því að vinna leikinn í gær. Al-Hilal í Sádí-Arabíu hefur borið víurnar í Fernandes og er tilbúið að borga vel fyrir hann. Eftir úrslitaleikinn í gær sagði Portúgalinn að hann væri tilbúinn að fara frá United ef það hjálpaði félaginu. „Ég hef alltaf verið heiðarlegur. Ef félagið telur að tími sé kominn til að leiðir skilji því þeir vilja græða á mér eða eitthvað þá er það svoleiðis. Stundum er fótboltinn þannig,“ sagði Fernandes. „Ég hef alltaf sagt að ég verði hér þangað til félagið segir mér að fara. Ég vil gera meira og koma félaginu á sinn gamla stall. En ég hef alltaf sagt það og stend við orð mín.“ Fernandes er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með nítján mörk í öllum keppnum. Hann hefur skorað 98 mörk í 288 leikjum síðan hann kom til United frá Sporting í janúar 2020. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. 21. maí 2025 21:57 Tottenham vann Evrópudeildina Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. 21. maí 2025 21:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
United tapaði 1-0 fyrir Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao í gær. Tímabilið hefur verið hörmung hjá Rauðu djöflunum sem eru í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er fjárhagsstaða félagsins slæm en því hefði ekki veitt af þeim fjárhagslega ávinningi sem hefði fylgt því að vinna leikinn í gær. Al-Hilal í Sádí-Arabíu hefur borið víurnar í Fernandes og er tilbúið að borga vel fyrir hann. Eftir úrslitaleikinn í gær sagði Portúgalinn að hann væri tilbúinn að fara frá United ef það hjálpaði félaginu. „Ég hef alltaf verið heiðarlegur. Ef félagið telur að tími sé kominn til að leiðir skilji því þeir vilja græða á mér eða eitthvað þá er það svoleiðis. Stundum er fótboltinn þannig,“ sagði Fernandes. „Ég hef alltaf sagt að ég verði hér þangað til félagið segir mér að fara. Ég vil gera meira og koma félaginu á sinn gamla stall. En ég hef alltaf sagt það og stend við orð mín.“ Fernandes er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með nítján mörk í öllum keppnum. Hann hefur skorað 98 mörk í 288 leikjum síðan hann kom til United frá Sporting í janúar 2020.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. 21. maí 2025 21:57 Tottenham vann Evrópudeildina Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. 21. maí 2025 21:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Amorim vildi ekki ræða framtíðina Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. 21. maí 2025 21:57
Tottenham vann Evrópudeildina Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. 21. maí 2025 21:00