Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2025 23:44 Áætlað er að um 600 manns hafi tekið þátt í mótmælunum í Tasiilaq. Axel G. Hansen Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Áætlað er að um sexhundruð manns hafi tekið þátt í göngunni í Tasiilaq, sem teljast verður mikið í ljósi þess að í bænum og í byggðunum í kring búa alls um 2.500 manns. Þá tóku um eitthundrað manns þátt í göngunni í Nuuk. Menntun fyrir börnin okkar, stóð á einum mótmælaborðanna.Axel G. Hansen Fólk hélt á mótmælaspjöldum þar sem á stóð meðal annars Nok er nok! Að nú sé nóg komið. Einnig var krafist menntunar fyrir börn á Austur-Grænlandi. Þá gengu margir með svart límband yfir munni sem tákn þess að íbúarnir hefðu ekki rödd. Mótmælendur kölluðu eftir pólitískri athygli. Um leið var vakin athygli á fjölþættum vandamálum sem bærinn og nærliggjandi byggðir glíma við. Þetta eru þeir íbúar Grænlands sem búa næst Íslandi.Axel G. Hansen Í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR sagði einn skipuleggjandi mótmælanna, Iddimanngiiu Jensen Bianco, að íbúar byggju við lélegar samgöngur, lélega nettengingu, skort á kennurum í grunnskólum, skort á húsnæði sem og atvinnuleysi, og þá væri aðeins fátt nefnt. Svæðið væri sett aftast í röðina. Afleiðingin væri sú að þar væri engin uppbygging. Annar skipuleggjenda, Mike Nicolaisen, sagði Austur-Grænland vera að einangrast frá restinni af landinu. Mótmælin væru ákall til landsstjórnarinnar og viðkomandi aðila um að sýna ábyrgð og hrinda af stað raunhæfum aðgerðum. Með límt fyrir munninn.Axel G. Hansen Íbúar upplifðu einangrun og að vera pólitískt afskiptir. Meðal annars hefði Royal Arctic Line tilkynnt að síðasta skip ársins til Tasiilaq myndi sigla í nóvember 2025, sem gæti lokað fyrir birgðaflutninga inn á svæðið í nokkra mánuði. Þar að auki myndi Air Greenland fækka þyrluferðum og ekki standa við þjónustusamning sinn. Icelandair hefði einnig tilkynnt að ekki yrði flogið á milli Íslands og Kulusuk frá október 2025 til mars 2026. Frá kröfugöngunni. Meðal annars var krafist betri samgangna við Austur-Grænland.Axel G. Hansen
Grænland Norðurslóðir Byggðamál Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Skipaflutningar Tengdar fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. 11. janúar 2025 18:57
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. 23. apríl 2022 08:08