Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Jón Þór Stefánsson skrifar 21. maí 2025 16:12 Skjáskot úr myndbandi frá vettvangi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er grunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hún segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið upp úr klukkan þrjú í dag. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði við handtökuna en mikill viðbúnaður var á vettvangi, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Hjördís segir að ekki sé vitað hvert ástand þess sem var fluttur á sjúkrahús sé að svo stöddu. „Við erum á fullu að ná um verkefnið og leita að viðkomandi,“ segir Hjördís. Fréttastofa hefur undir höndum myndband frá vettvangi, sem má sjá hér fyrir neðan, þar virðist sjálf árásin hafa verið tekin upp í fjarlægð. Atvikin sem sjást eiga sér stað utandyra í Úlfarsárdal. Þar má sjá einn mann, sem virðist halda á einhverju sem gæti verið hnífur eða annars konar stunguvopn, hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Jafnframt sést hann reyna að koma sér undan, en svo virðist sem bílstjóri jepplings hafi reynt að stöðva hann með akstri sínum. Hér má sjá myndband frá vettvangi. Myndefnið er ofbeldisfullt og er því ekki fyrir viðkvæma. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40. Áður hafði grunaðs árásarmanns verið leitað, en fréttin var uppfærð eftir að upplýsingar fengust um að hann hefði verið handtekinn. Fréttin var uppfærð á ný klukkan 17:30 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Reykjavík Lögreglumál Stunguárás í Úlfarsárdal Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kol Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hún segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið upp úr klukkan þrjú í dag. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði við handtökuna en mikill viðbúnaður var á vettvangi, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Hjördís segir að ekki sé vitað hvert ástand þess sem var fluttur á sjúkrahús sé að svo stöddu. „Við erum á fullu að ná um verkefnið og leita að viðkomandi,“ segir Hjördís. Fréttastofa hefur undir höndum myndband frá vettvangi, sem má sjá hér fyrir neðan, þar virðist sjálf árásin hafa verið tekin upp í fjarlægð. Atvikin sem sjást eiga sér stað utandyra í Úlfarsárdal. Þar má sjá einn mann, sem virðist halda á einhverju sem gæti verið hnífur eða annars konar stunguvopn, hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Jafnframt sést hann reyna að koma sér undan, en svo virðist sem bílstjóri jepplings hafi reynt að stöðva hann með akstri sínum. Hér má sjá myndband frá vettvangi. Myndefnið er ofbeldisfullt og er því ekki fyrir viðkvæma. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40. Áður hafði grunaðs árásarmanns verið leitað, en fréttin var uppfærð eftir að upplýsingar fengust um að hann hefði verið handtekinn. Fréttin var uppfærð á ný klukkan 17:30 eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Reykjavík Lögreglumál Stunguárás í Úlfarsárdal Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kol Erlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira