Óbreytt ástand kemur ekki til greina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 19:03 Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09
Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01