Óbreytt ástand kemur ekki til greina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 19:03 Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Áfengissala á íþróttaviðburðum hefur margfaldast undanfarin misseri. Lögreglan hyggst auka eftirlit með sölunni þar sem dæmi eru um að leyfi hafi skort. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands samþykkti á þingi sínu um helgina að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. ÍSÍ ætlar að vinna málið með lýðheilsuyfirvöldum og öðrum viðeigandi stjórnvöldum. Íþróttafélög á Íslandi eru flest hver rekin með stuðningi frá sveitarfélögunum í landinu. Bæði beinum og óbeinum. Þannig kemur til að mynda Reykjavíkurborg að rekstri íþróttafélaganna á ýmsan hátt meðal annars með rekstri íþróttamannvirkja í borginni. „Við erum með forvarnarstefnu. Við erum með lýðheilsustefnu hjá borginni og það er bara þannig að áfengisneysla á íþróttakappleikjum hún samrýmist mjög illa þessum stefnum okkar og við teljum að þær séu mjög dýrmætar og við eigum að finna leið til þess að komast hjá því þurfa að vera með þessa víðtæku sölu á áfengum drykkjum á íþróttakappleikjum,“ segir Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Hann segir að í þessu felist slæmt fordæmi fyrir börnin. Bregðast þurfi við þeirri stöðu sem upp sé komin. „Borgin mun heilshugar koma inn í þetta mál til þess að tryggja að við fáum fyrr en seinna öflugt regluverk og ákvarðanatöku um það hvernig við komum skikki á þessi mál, það er að segja, þannig að við séu ekki að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Það er mjög mikilvægt að taka þessi mál á dagskrá því mér finnst í raun og veru staðan vera þannig að það eina sem kemur ekki til greina er óbreytt ástand.“ Íþróttafélögin hafa sum hver bent á að áfengissalan sé mikilvæg tekjuöflun fyrir félögin. „Ég held að þetta sé tvíþætt. Við þurfum annars vegar að takast á við áfengisveitingasöluna sérstaklega og koma böndum á hana. Svo þarf líka að rýna sérstaklega í rekstur meistaraflokkanna í boltagreinunum. Það er alveg ljóst að rekstur meistaraflokka í boltagreinum er mjög víða ósjálfbær. Það helgast af því að félögin eru í mörgum tilvikum að kaupa dýra leikmenn, oft erlendis frá, sem þau eiga í miklum erfiðleikum með og geta jafnvel alls ekki staðið undir. Þannig að það þarf líka að rýna í rekstrarumhverfið og hvernig hægt er að koma betri skikki á þau mál.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09 Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. 7. maí 2025 19:09
Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14. júní 2024 19:01