Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. maí 2025 14:04 Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir mikilvægt að hafa í huga að sveitarfélögin koma að fjármögun íþróttafélaganna á Íslandi og hver þeirra lýðheilumarkmið eru. Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúar telja óheillaskref að farið sé að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Mikilvægt sé að umræða fari fram um þetta og að sveitarfélögin komi að henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“ Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Áfengissala í tengslum við kappleiki íþróttafélaganna hefur aukist hratt síðustu ár. Á íþróttaþingi ÍSÍ sem hófst í dag verður rædd tillaga frá íþróttabandalögum Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Þar óska þau eftir því að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. Bandalögin líkja aðstæðum sem hafa skapast í kringum áfengissöluna við villta vestrið. Þá er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Gunnar E. Sigurbjörnsson formaður Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi segir þá sem starfa með ungmennum hafa miklar áhyggjur af sölu áfengis í kringum íþróttaleiki en félagið hefur meðal annars ályktað um málið. „Við teljum að þetta sé óheillaskref. Við teljum að þetta séu röng skilaboð að selja áfengi í kringum íþróttakappleiki þar sem er verið að ýta undir það að börn og fjölskyldur komi saman og styðja við sín lið og taka þátt í stemningunni.“ Hann fangar því að málið verði rætt á íþróttaþingi ÍSÍ en mikilvægt séu að fleiri komi að umræðunni. Þannig þurfi sveitarfélögin að vera með í henni þar sem þau taki þátt í að fjármagna íþróttastarfið. „Kannski er verið að bera saman íþróttakappleiki hér við það sem við erum að fylgjast með í sjónvarpinu. Stemningunni á leikjum í enska boltanum og í knattspyrnunni út um allt. Munurinn hér er stór stuðningur, helsta fjármögnun íþróttafélaganna er stuðningur frá sveitarfélögunum í landinu. Það er mjög oft þannig að sveitarfélögin byggja upp aðstöðuna og eru að styðja bæði með beinum fjárútlátum og óbeinum.“ Spyrja hver sé stefna sveitarfélaganna sé og hvort það samræmist lýðheilsumarkmiðum þeirra að gera áfengisdrykkju á leikjum hátt undir höfði. „Það er ekki verið að bera saman epli og epli í þessu. Það er öðruvísi kerfi hér heldur en hjá mörgum sem við erum að bera okkur saman við. Þannig við viljum bara að það sé tekið tillit til þess hver sérstaðan er hér og áhrif á þessa aðila sem eru þarna í kring. Sérstaklega á börn og ungmenni og fjölskyldur.“
Áfengi ÍSÍ Reykjavík Reykjanesbær Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira