Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 13:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur ekki stórar áhyggjur af þátttöku landsliðskvenna á móti í sjö manna bolta í Portúgal Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira