Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 10:02 Guðrún Arnardóttir hitar upp fyrir landsleikina í lok maí og byrjun júní með nýju sjö manna móti í Portúgal. Getty/Alex Nicodim Landsliðskonurnar Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir þurfa að rifja upp reglurnar í sjö manna fótbolta og gætu mæst á nýju boðsmóti sem haldið verður í Portúgal í þessum mánuði. Mótið verður í beinni útsendingu DAZN. Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Á meðan að leikmenn Bola-deildarinnar í Breiðholti fagna því eflaust að sjö manna fótbolti virðist vera að fá aukna virðingu þá hafa sumir sett spurningamerki við hið nýja mót. Ljóst er að því fylgir hins vegar ágætt verðlaunafé. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Átta af betri kvennaliðum Evrópu spila á mótinu en þetta eru Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal og svo Svíþjóðarmeistarar Rosengård, með Guðrúnu og hina 18 ára Ísabellu Söru Tryggvadóttur innanborðs, og Þýskalandsmeistarar Bayern með Glódísi sem fyrirliða. Glódís er þó að komast af stað að nýju eftir meiðsli og ekki víst að hún verði með á mótinu. Glódís Perla Viggósdóttir er nýkrýndur tvöfaldur meistari með Bayern München sem er eitt átta liða sem verða með á sjö manna mótinu í Portúgal í þessum mánuði.Getty/Ralf Ibing „Fyrst og fremst er náttúrulega bara heiður að Rosengård hafi verið boðið eitt af þessum átta sætum á mótinu,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki búin að kynna mér mjög mikið um þetta mót. Við fengum bara að vita þetta fyrir örfáum dögum síðan og það hefur verið mikið annað í gangi þannig ég hef ekki náð að skoða þetta almennilega,“ segir Guðrún en það hefur einmitt verið gagnrýnt að mótinu skuli skellt allt í einu inn á dagatalið. „Fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann“ Guðrún tekur undir að það verði viðbrigði að spila aftur sjö manna bolta sem hún gerði síðast sem barn: „Eins og þú segir hefur maður ekki spilað 7 á 7 í mörg, mörg ár og maður þarf að rifja upp hvaða reglur gilda þar. Þetta er náttúrulega svolítið skrítin tímasetning þegar kemur að sumardeildum eins og er hér í Svíþjóð þar sem þetta er inn á milli leikja á meðan öll hin liðin sem spila í vetrardeild eru búin með tímabilið sitt. En það er ágætis peningur í þessu fyrir klúbbana sem er boðið að taka þátt og við fögnum auknu fjármagni inn í kvennafótboltann,“ segir Guðrún. Keppinautar hundóánægðir með nýja mótið Tímasetning mótsins, sem fer fram dagana 21.-23. maí í Estoril í Portúgal, hefur einmitt verið gagnrýnd, að minnsta kosti af keppinautum Rosengård í Hammarby. Að „einkamót“ sé að trufla leiktíðina í Svíþjóð en Rosengård hefur þurft að biðja um tilfærslu leikja vegna mótsins. „Við ræddum um þetta í dag og allir eru sammála. Þetta er fáránlegt,“ sagði Adrian von Heijne, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hammarby, við Aftonbladet. „Okkur finnst að mótin sem að sænsk lið eigi að taka þátt í verði að vera skipulögð af sænska knattspyrnusambandinu eða UEFA. Þá vitum við um þau fyrir fram. Við miðum leikjadagskrána eftir því og það eru skýrar reglur um hana. Það er því verulega undarlegt að þetta geti gerst allt í einu,“ sagði Von Heijne. Hann segir það ekki áhyggjuefni að Rosengård geti með þessu móti hagnast meira en keppinautarnir í Svíþjóð en segir að verðlaunafé í kvennafótboltanum, sérstaklega í Meistaradeild Evrópu, verði að vera hærra svo að félögin finni ekki þörf fyrir að taka þátt í mótum á borð við það sem fram fer í Portúgal.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira