Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 13:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefur ekki stórar áhyggjur af þátttöku landsliðskvenna á móti í sjö manna bolta í Portúgal Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira
Átta af betri kvennaliðum Evrópu taka þátt á þessu fyrsta móti World Sevens sem er haldið í Estoril í Portúgal. Lið á borð við Manchester City og Manchester United frá Englandi, PSG frá Frakklandi, Ajax frá Hollandi, Roma frá Ítalíu, Benfica frá Portúgal, Svíþjóðarmeistarar Rosengård og Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen. Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir eru í leikmannahópi Rosengård á mótinu og í leikmannahópi Bayern Munchen er að finna íslenska landsliðsfyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur sem varð nýverið tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Til mikils er að vinna á mótinu sem að dúkkar upp eftir tímabilið í stærstu deildum Evrópu en á miðju tímabili hjá Rosengård í Svíþjóð. Heildarverðlaunafé á mótinu er 5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 644 milljóna íslenskra króna. Hvert félag fær að lágmarki 17 milljónir króna og mest er hægt að fá um 335 milljónir króna með því að vinna mótið. Óvanalegt er að mót í sjö manna bolta dúkki upp á þessum tímapunkti fótboltatímabilsins. Keppni lokið í helstu deildum og framundan EM sumar og í næstu viku hefjast landsliðsverkefni í Þjóðadeildinni. Guðrún og Glódís Perla eru í landsliðshópi A-landsliðsins sem mætir Noregi og Frakklandi en Ísabella Sara í undir 23-ára liðinu sem leikur tvo æfingaleiki við Skotland ytra. Þorsteinn landsliðsþjálfari setur sig ekki upp á móti umræddu móti í sjö manna bolta heldur sér hann ávinning í því að leikmenn landsliðsins haldi sér við með því að taka þátt á mótinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur, þangað til einhver meiðist. Ísabella í leik með RosengardMynd: Rosengard „Ég held að þetta skipti engu máli,“ sagði Þorsteinn í viðtali eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku. „Þetta er sjö manna bolti og liðin fara með í kringum tuttugu manna hóp á þetta mót og spila einhverja örfáa fótboltaleiki. Ég sé ekkert vandamál við að taka þátt í því. Þær eru í fríi og eru þá bara að spila leiki og fótbolta. Þetta er ekkert vandamál og skiptir engu höfuðmáli í þessu. Þær þurfa að halda sér við, þurfa að vera í standi þegar að þær mæta svo tveimur dögum seinna í landsliðsverkefni. Þetta er til gamans gert og svo er náttúrulega einhver fjárhagslegur ávinningur í þessu líka. Þetta er ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af held ég, þangað til einhver meiðist.“ World Sevens mótið hefst í Estoril á morgun og lýkur á föstudaginn kemur. Ísland mætir Noregi viku síðar ytra og Frakklandi hér heima á Laugardalsvelli þann 3.júní næstkomandi.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Sjá meira