Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 16:45 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna margra tilkynninga um fjársvik og tilraunir til fjársvika. „Því miður hafa svikahrapparnir haft mikið upp úr krafsinu, en frá því í mars á þessu ári og fram í miðjan maí, eða á tveimur og hálfum mánuði, hafa óprúttnir aðilar haft um 100 m.kr. af fólki og fyrirtækjum með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Mikið sé um að svikararnir sendi tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja og þá sé eitthvað um að fyrirtæki fái falsaða reikninga. „Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk, en geta verið frá brotamönnum og því er full ástæða til að vara við öllum slíkum gylliboðum sem þau kunna að innihalda. Munið að ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt. Iðulega er haft samband við fólk og því boðin ,,aðstoð“ við kaup á rafmyntum o.fl. og fólki þá jafnframt sagt/leiðbeint að setja upp Anydesk, eða önnur forrit, í síma og/eða tölvur. Lögregla varar alveg sérstaklega við slíku enda er verið að bjóða svindlurunum inná raftækin með því að setja upp þau forrit.“ Sömuleiðis séu dæmi um að hringt sé aftur í fólk í þeim tilgangi að „aðstoða við endurheimt“ en þar sé um að ræða framhald sama svindls og því eindregið varað við því líka. „Ríkt tilefni er líka til að vara við aðilum, sem í gegnum skilaboð eða símtal, bjóða fram aðstoð sína og vilja fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi, en það kallast ,,screen-sharing“. Með þeirri aðferð kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.s.frv. Af þessu getur hlotist mjög mikið tjón. Loks má nefna að borið hefur á því að verið er að nýta bágindi fólks. T.d. fjársafnanir fyrir einstaklega sem eru sagðir vera frá Gaza, en eru það ekki.“ Lögreglan minnir fólk á að vera á varðbergi þegar svindlarar eru annars vegar og hvetur það til að kynna sér umfjöllun hennar um netöryggi, sem er að finna á lögregluvefnum
Lögreglumál Netglæpir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“