Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 13:27 Vefsíðan bland.is er eitt vinsælasta vörutorg landsins þar sem notendur selja alls kyns hluti til annarra notenda. Skjáskot Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar. Netglæpir Netöryggi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Í tilkynningu frá Sýn, sem á og rekur vefinn Bland.is, segir að einhverjir notendur hafi fengið fölsk tilboð í vörur sem þeir auglýstu til sölu. Voru þeir hvattir til að smella á hlekk og gefa upp kortaupplýsingar. „Við greiningu kom í ljós að óprúttnir aðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda skilaboð til notenda án auðkenningar. Viðbragðsáætlun var í kjölfarið virkjuð, öryggissérfræðingar bland.is og Syndis komu strax að borðinu, greindu vandamálið og hefur verið komið í veg fyrir vandann,“ segir í tilkynningunni. Nú þurfi allir notendur Bland.is að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og hafi öryggi notenda verið aukið verulega, eins og það er orðað. Nú vinnur Syndis, sem sérhæfir sig í netöryggi, að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. „Það er rétt að taka fram að unnið hafði verið að uppfærslu á auðkenningarleið bland.is í síðustu viku en á fimmtudag var óeðlilegur fjöldi tilkynninga sendur út úr kerfinu og var því ákveðið að loka bland.is tímabundið. Vefurinn var niðri í um 30 mínútur. Ekki hafa nein staðfest tilvik komið upp um að notendur hafi gefið upp kortaupplýsingar en þeir sem kunna að hafa gert það skulu hafa samband við sinn viðskiptabanka tafarlaust. Við minnum á að Bland.is biður aldrei um greiðslur eða persónulegar upplýsingar notenda sinna í gegnum tölvupóst eða skilaboð,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Vísir er í eigu Sýnar.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira