Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 14:36 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Vísir/Ívar Fannar Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún. Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún.
Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira