Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 14:36 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Vísir/Ívar Fannar Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún. Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún.
Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira