Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:02 Dagur Dan Þórhallsson fagnar eftir markið sitt gegn Inter Miami í gærkvöld. Getty/Michael Pimentel Dagur Dan Þórhallsson hefur átt draumadaga undanfarið því viku eftir að hafa orðið pabbi þá skoraði hann í gærkvöld í leik við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira