Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:02 Dagur Dan Þórhallsson fagnar eftir markið sitt gegn Inter Miami í gærkvöld. Getty/Michael Pimentel Dagur Dan Þórhallsson hefur átt draumadaga undanfarið því viku eftir að hafa orðið pabbi þá skoraði hann í gærkvöld í leik við Lionel Messi og félaga í Inter Miami. Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Inter Miami var með gömlu Barcelona-stjörnurnar Messi, Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allar í sínu liði en varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Orlando City. Dagur kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og skoraði þriðja mark Orlando í uppbótartíma, eins og sjá má hér að neðan. The exclamation point from @OrlandoCitySC ‼️Dagur Thorhallsson closes out a 3-0 win over Inter Miami. pic.twitter.com/jNJev3GpKF— Major League Soccer (@MLS) May 19, 2025 Dagur og Friðrika Arnardóttir, fyrrverandi markvörður Þróttar, höfðu saman eignast soninn Arnór Dan helgina áður, eða 11. maí, og föðurhlutverkið virðist leggjast vel í Dag miðað við frammistöðuna innan vallar í gær. View this post on Instagram A post shared by Friðrika Arnardóttir (@fridrikaarnard) You can call him Dagur Dad 🥹Big congrats to the Thórhallsson family on their newest addition 💜 pic.twitter.com/PBe2kS9kPM— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) May 15, 2025 Orlando komst með sigrinum upp fyrir Inter Miami í austurdeild MLS-deildarinnar og ófarir Inter halda áfram, því liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Orlando er með 24 stig eftir 14 leiki en Inter með 22 stig eftir 13 leiki, en liðin sitja í 5. og 6. sæti austurdeildarinnar. Philadelphia Union og Cincinnati eru þar efst með 29 stig. Þó að undanfarnir dagar verði eflaust ógleymanlegir fyrir Dag þá hefðu þeir getað orðið enn betri ef hann hefði verið valinn í A-landsliðshópinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Skotland og Norður-Írland 6. og 10. júní. Hann hefur hins vegar ekki hlotið náð fyrir augum Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara enn sem komið er.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira