Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 14:06 Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Aðsend Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann hefur starfað síðust ár, sem bústjóri Hvanneyrarbúsins á Hvanneyri í Borgarfirði. Hlutverk Egils er m.a. að hafa umsjón með hveititilraunum, sem er hluti af kynbótaverkefninu „Völu” og er fjármagnað af matvælaráðuneytinu. En tilraunir með ræktun á hveiti á Íslandi, hvað er helst að frétta þar? „Það er ekki nema von að þú spyrjir en það hefur verið dálítil vakning bæði varðandi þörf á rannsóknum og vakning hjá bændum og stjórnvöldum um að gefa svolítið í varðandi kornræktun almennt. Það eru nokkrir bændur, sem hafa fiktað við ræktun hveitis en við höfum mest verið að nota vetrarafbrigði í hveiti,” segir Egill. Egill og Serena Condini, sem er menntuð í plöntukynbótum og er núna „internship” nemandi í Landbúnaðarháskólanum en hún er aðalsamstarfsmaður Egils í hveitinu. Myndin er tekin við sáningu á kornreitumí Gunnarsholti 30. apríl 2025.Jónína Svavarsdóttir Egill segir að kornrækt í heildina hafi verið árið 2022 um 3500 hektarar. Á sama tíma hefur vetrarhveiti verið aðeins ræktað á um 40-70 hekturum síðustu ár, vorhveiti á um 10-30 hekturum og hafrar á um 160-200 hekturum en byggið ber af og hefur verið ræktað á um 2800-3400 hekturum síðustu ár. En hveitið, hvaða möguleikar eru þar að mati Egils? „Það eru miklir vaxtarmöguleikar og ekki séð fyrir því hvað sérstaklega varðar eftirspurnina, hún er náttúrulega gríðarlega mikil. Þá erum við ekki endilega að tala um hveiti, sem bakstursafurð heldur varðandi fóður í dýr og þar er stærsti vaxtarsprotinn nefnilega fiskeldi,” segir Egill. Egill í tilraunabyggökrum.Jónína Svavarsdóttir Ekki hveiti til að baka vöfflur og pönnukökur? „Jú, jú, svo gerum við það líka en maður verður að hugsa þetta í þrepum,” segir hann hlæjandi. Heldur þú að bændur séu almennt stemmdir fyrir þessari nýjung og að fara að rækta hveiti á fullum krafti? „Já, ég held að bændur séu almennt mjög áhugasamir um kornræktun og eflingu hennar,” segir nýráðinn ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Mynd af starfsfólki og nemendum Landbúnaðarháskólans, sem koma mest að korntilraunum. Frá vinstri eru Egill Gunnarsson, Jónína Svavarsdóttir, Sunna Skeggjadóttir, Helga Rún Jóhannsdóttir og Serana Condini. Á myndina vantar Hrannar Smára Hilmarsson tilraunastjóra jarðræktartilrauna, sem tók myndina.Hrannar Smári Hilmarsson
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira