„Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 21:02 Breiðablik - Þór / KA besta deild kvenna Sumar 2024 Jóhann Kristinn Gunnarsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með sigur liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í dag en kallaði eftir að leikmenn væru betur verndaðir inni á vellinum. Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira