Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 19:00 Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir afar tímafrekt að rannsaka fölsuð skilríki. Vísir/Lýður Valberg Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira